Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 72
232 1837 tók H. W. Beecher embættispróf í guðfræði. Sama ár fékk hann köllun frá söfnuði einum í Lawrenceburg í Indiana. í söfnuð- inum vóru aðeins 20 manns, ig konur og 1 karlmaður. Launin vóru 250 dollarar um árið. Hann vildi nú kvænast heitmey sinni. En föður hans þótti laun hans of lítil til að reisa bú. Þá svaraði hann föður sínum þessum alkunnu orðum: »Jeg vil kvænast henni, þótt við höfum aðeins norðurhlið af komaxi einu að lifa á.« Brúðkaupið var síðan haldið. fau bjuggu sjálf til brúðarkökuna, Hann tíndi steinana úr rúsínunum og hrærði eggin. Hjá söfnuði sínum hafði hann mörg störf á hendi. Hann var prestur, safnaðarfulltrúi, umsjónarmaður kirkjunnar o. s. frv. Söfnuðinum þótti hann í fyrstu nokkuð ungur áð aldri. En fyrsta prédikun hans hertók hjörtu allra, er heyrðu. Þar var hann 2 ár prestur. 1839 tók H. W. Beecher köllun frá söfnuði einum í Indianapolis. Hann fór þangað og var þar prestur í 8 ár. í Lawrenceburg hafði hann numið þá íþrótt að fá menn til að hlusta á sig, en í Indianapolis lærði hann að hafa áhrif á menn. Hann las mikið og vann mikið. í fyrstu fanst honum, að sér væri bezt að hætta við prestskap, kaupa bújörð og verða bóndi. En svo uppgötvaði hann, hvernig hann átti að pré- dika. Kennendur hans vóru frelsarinn sjálfur og postularnir í nýja testamentinu. Hann tók postulann Pál sér til fyrirmyndar. Og varð hann nú brátt mjög frægur prédikari í Indianapolis og öllum nálægum héruðum. Deilurnar um afnám þrælahaldsins vóru nú byrjaðar í Bandaríkj- unum. H. W. Beecher var beðinn að tala um það efni. Hann flutti þá 3 tölur gegn þrælahaldi. Þær vöktu mesta uppþot. Nokkrir sögðu sig úr söfnuði hans sakir þeirra. En ágætur maður einn komst þá svo orði: »Ef allir prestar töluðu þannig, þá mundi þrælahaldið fljótt verða úr lögum numið«. Einu sinni ámælti hann auðmanni einum fyrir fjár- brögð. Maðurinn dregur upp skammbyssu, gengur að honum og segir: »Tak þú undir eins orð þín aftur, eða jeg skal skjóta þig þegar í stað.« »Skjóttu,« svaraði Beecher. Hinum fellust hendur og lét byss- una síga. í Indianapolis flutti Beecher »tölur til ungra manna« gegn iðjuleysi, drykkjuskap, spilafíkni o. s. frv. Tölur þessar eru víðfrægar. — Hann var mjög fljótur til svars og hnittinn í orðum. Það sýnir saga ein frá þessum árum: Hann reið yfir á. En hesturinn kastaði honum af sér. Beecher féll á kaf í ána og varð alvotur. Næsta dag hitti hann einn góðkunningja sinn, er var »baptista«-prestur (»baptistar« dýfa þeim, sem skírast eiga, niður í vatnið). Prestur þessi vildi spreka honum til og sagði, að Beec.her væri nú skírður »baptista«-skírn. Hest- urinn hefði skírt hann með því að kasta honum af sér á kaf í ána. Beecher svaraði tafarlaust: »Þessi skírn er ólík skírn ykkar »baptista«. Hestur skírði mig en ekki asni«. I Indianapolis dó einn af sonum Beecher’s, kornungur að aldri. Honum og konu hans félst mikið um það. Hún var mjög heilsulítil um þessar mundir og þoldi ekki loftslagið í vesturríkjunum. Það var því eigi um annað gera fyrir Beecher en flytja sig til austurríkjanna. Tveir söfnuðir sendu honum köllun. Annar þeirra var í Boston. Það var gamall, frægur og fjölmennur söfnuður. Hinn söfnuðurinn var að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.