Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 72

Eimreiðin - 01.09.1901, Síða 72
232 1837 tók H. W. Beecher embættispróf í guðfræði. Sama ár fékk hann köllun frá söfnuði einum í Lawrenceburg í Indiana. í söfnuð- inum vóru aðeins 20 manns, ig konur og 1 karlmaður. Launin vóru 250 dollarar um árið. Hann vildi nú kvænast heitmey sinni. En föður hans þótti laun hans of lítil til að reisa bú. Þá svaraði hann föður sínum þessum alkunnu orðum: »Jeg vil kvænast henni, þótt við höfum aðeins norðurhlið af komaxi einu að lifa á.« Brúðkaupið var síðan haldið. fau bjuggu sjálf til brúðarkökuna, Hann tíndi steinana úr rúsínunum og hrærði eggin. Hjá söfnuði sínum hafði hann mörg störf á hendi. Hann var prestur, safnaðarfulltrúi, umsjónarmaður kirkjunnar o. s. frv. Söfnuðinum þótti hann í fyrstu nokkuð ungur áð aldri. En fyrsta prédikun hans hertók hjörtu allra, er heyrðu. Þar var hann 2 ár prestur. 1839 tók H. W. Beecher köllun frá söfnuði einum í Indianapolis. Hann fór þangað og var þar prestur í 8 ár. í Lawrenceburg hafði hann numið þá íþrótt að fá menn til að hlusta á sig, en í Indianapolis lærði hann að hafa áhrif á menn. Hann las mikið og vann mikið. í fyrstu fanst honum, að sér væri bezt að hætta við prestskap, kaupa bújörð og verða bóndi. En svo uppgötvaði hann, hvernig hann átti að pré- dika. Kennendur hans vóru frelsarinn sjálfur og postularnir í nýja testamentinu. Hann tók postulann Pál sér til fyrirmyndar. Og varð hann nú brátt mjög frægur prédikari í Indianapolis og öllum nálægum héruðum. Deilurnar um afnám þrælahaldsins vóru nú byrjaðar í Bandaríkj- unum. H. W. Beecher var beðinn að tala um það efni. Hann flutti þá 3 tölur gegn þrælahaldi. Þær vöktu mesta uppþot. Nokkrir sögðu sig úr söfnuði hans sakir þeirra. En ágætur maður einn komst þá svo orði: »Ef allir prestar töluðu þannig, þá mundi þrælahaldið fljótt verða úr lögum numið«. Einu sinni ámælti hann auðmanni einum fyrir fjár- brögð. Maðurinn dregur upp skammbyssu, gengur að honum og segir: »Tak þú undir eins orð þín aftur, eða jeg skal skjóta þig þegar í stað.« »Skjóttu,« svaraði Beecher. Hinum fellust hendur og lét byss- una síga. í Indianapolis flutti Beecher »tölur til ungra manna« gegn iðjuleysi, drykkjuskap, spilafíkni o. s. frv. Tölur þessar eru víðfrægar. — Hann var mjög fljótur til svars og hnittinn í orðum. Það sýnir saga ein frá þessum árum: Hann reið yfir á. En hesturinn kastaði honum af sér. Beecher féll á kaf í ána og varð alvotur. Næsta dag hitti hann einn góðkunningja sinn, er var »baptista«-prestur (»baptistar« dýfa þeim, sem skírast eiga, niður í vatnið). Prestur þessi vildi spreka honum til og sagði, að Beec.her væri nú skírður »baptista«-skírn. Hest- urinn hefði skírt hann með því að kasta honum af sér á kaf í ána. Beecher svaraði tafarlaust: »Þessi skírn er ólík skírn ykkar »baptista«. Hestur skírði mig en ekki asni«. I Indianapolis dó einn af sonum Beecher’s, kornungur að aldri. Honum og konu hans félst mikið um það. Hún var mjög heilsulítil um þessar mundir og þoldi ekki loftslagið í vesturríkjunum. Það var því eigi um annað gera fyrir Beecher en flytja sig til austurríkjanna. Tveir söfnuðir sendu honum köllun. Annar þeirra var í Boston. Það var gamall, frægur og fjölmennur söfnuður. Hinn söfnuðurinn var að

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.