Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 24
184 til vóru þar nú inni og sátu sinn í hvorum legubekk og höfðust ekki að. Fylgdarmaður Jóns heilsaði þeim kunnuglega. »Járnbrautarnefndin frá Nýja-íslandi er komiti og óskar að tala við yður um brautarlagning norður.« »Ja, rétt,« sagði ráðherra opinberra starfa, og á andliti hans skein bæði háð og alvara. »Hvernig fórum við að við þessa nefnd, sem þeir sendu til okkar um árið ?« »Við lögðum yfir hana blessun vora og létum hana fara í friði heim aftur,« sagði hinn ráðherrann. »En þessar bænarskrár — hafa þeir ekki verið að senda okkur bænarskrár?« »Pær liggja allar í salti.« »Jæja. Við skulum elcki láta nefndina bíða. Látið hana koma inn, og veitum henni sómasamlega móttöku.« Einni mínútu síðar stóð Jón frammi fyrir þessum mönnum, sem hann hafði ferðast hundrað mílur enskar í hita og flugum til að tala við. Fyrst hafði hann haldið, að hann mundi eiga að tala við hóp af mönnum, en fylgdarmenn hans höfðu sagt honum, að það væri aðallega einn maður eða mest tveir, sem hann ætti erindi við, þó fleiri úr stjórnarráðinu yrðu vafalaust viðstaddir. Og þá hafði hann hugsað sér þenna eina mann, er mest valdið hafði sem stóran, afarstóran mann, og því brá honum nokkuð í brún, þegar hann sá ráðherrana. Peir vóru rétt eins og aðrir menn. Annar þeirra var raunar í hærra lagi en hreint ekki svo, að í nokkurn samjöfnuð kæmist við það, sem Jón hafði gert sér hugmynd um. Hinn gat varla kallast meðalmaður á vöxt, en góðlegur og þó höfðinglegur var hann. Peir heilsuðu Jóni, eins og hann væri gamall og nýr vinur þeirra. »Nú skalt þú tala við ráðherrana og beittu nú allri þinni orð- snild og mælsku,« sagði fylgdarmaður hans »Við skulum þýða orð þín og sjá um, að þau tapi ekki meiningu.« »?að er þá nefnilega svoleiðis lagað, mínir hávelbornu,* sagði Jón, »að okkur þarna norður frá vantar járnbraut. Við höfum lengi fundið til þess, að okkur vantar járnbraut, og nú viljum við fá hana og höfum sjálfir hrundið málinu drengilega áfram. Við höfum nefnilega haldið fund og samþykt, að járnbraut skuli lögð inn í nýlenduna. En svo kemur það til að kosta meira, en við getum vel mist, og því var ég, Jón Jónsson á Strympu, kos- inn með öllum atkvæðum til að fitina ykkur hérna að máli, og fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.