Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 30
Jú, Jón gat fundið húsið; það var ekki hætt við öðru. Síöan yfirgáfu þeir hann þar og fóru leiðar sinnar. Hann stóð eftir þar á strætishorninu ,og litaðist um. Eftir nokkra stund gekk hann á stað vestur Portage Avenue að norðanverðu. Pegar hann var skamt kominn áleiðis, bar hann að rauðu múrhúsi. Hann leit þar inn um glugga og sá, að þar inni var drykkjustofa. Gestgjafinn var að skenkja mönnum vín við drykkjuborðið, og á bak við hann var flöskum hlaðið í hálfhring neðan frá gólfi og upp undir loft. I samsætinu inni á hótelinu hafði hann drukkið tvö eða þrjú vín- staup, og það var nóg til þess, að hann langaði í meira. Hann lét það vera sitt fyrsta verk að vita, hvernig sakir stæðu milli sín og pyngjunnar. fað var í henni nokkuð af silfri — óhætt að fá sér staup þess vegna. En svo flaug honum í hug, að það yrði fallegur lestur, sem hann fengi hjá konunni, ef hún kæmist að því, að hann hefði verið að drekka. Hann áleit betra að eiga ekkert við það og gekk burt. En mikið hundalíf var nú annað eins, að mega ekki fá sér á eina flösku, þá eitt sinn hann kom í höfuðstaðinn, eftir að hafa unnið hjá Ásdísi með trú og dygð í 17 ár, kúgaður af kaupmönnum og sveitarstjórn, út- húðað af konunni, kvalinn af mýbitinu, knúður til að vitina og þvælast ár eftir ár í steikjandi sólarhita, í helliregni, í grimdar- hörkum, þegar nefið ætlaði að frjósa, ef hann stakk því út úr dyr- unum, alt til að halda lífinu í þessum sauðkindum og nautum, kúnum og konunni, kaupmönnum og sveitarstjórn —• skárra væri það helvítið, ef hann mætti ekki fá sér á eina flösku! Ásdís þyrfti ekkert að vita af því, og þó svo væri, þá kæmi henni það ekk- ert við. Hann sneri aftur að dyrunum og lauk upp. Eá heyrðist hon- um Ásdís tala til sín, eins og hún var vön, þegar hann átti að gegna fljótlega: »Jón! Jón!« Hann stanzaði með höndina á lásn- um. »Eg heyri og hlýði, Ásdís mín,« sagði hann, og sneri frá í annað sinn og gekk hægt vestur strætið. Hvað kom nú Ásdísi það annars við, þó hann fengi sér sopa á einni flösku? Hann var þó alténd sjálfs síns herra í þessari ferð, og það var annaðhvort, þó hann létti dálítið á sér byrði lífsins. Honum fanst líka hann eiga það skilið, eftir að hafa rekið erindið jafnvel, og hann gerði. Nærri ósjálfrátt sneri hann við og gekk á ný að dyrunum. Að sönnu þóttist hann aftur heyra rödd konu sinnar, en hann hlýddi nú ekki lengur þessari aðvarandi Ás-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.