Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 70
230 Af móður sinni erfði hann líkamlega fegurð, skáldlegt hugmyndaflug, undurnæma fegurðartilfinning og barnslegt trúnaðartraust á guði. H. W. Beecher var aðeins 3 ára, er móðir hans dó. Hann þekti seinna andlegt gildi hennar af bréfum, er hún hafði ritað föður hans. Minn- ing móður sinnar elskaði hann með eigi ósvipuðum tilfinningum og katólskur maður hugsar um Maríu mey. 1810—1826 var Lyman Beecher prestur í Litchfield. Eftir dauða fyrstu konu sinnar kvæntist hann Harriet Porter. Hún reynd- ist honum góð kona og bezta stjúpmóðir börnum hans. Svertingi einn, Charles Smith að nafni, var lengi vinnumaður hjá presti. Hann var mjög guðhræddur maður. Litli H. W. Beecher hændist mjög að hon- um. Þannig byrjaði í æsku sveinsins vinahugur sá, sem hann ávalt bar til svertingja. Uppeldi hans í kristilegu tilliti var þannig: Móðirin hafði vakið tilfinning hans, stjúpa hans kendi honum að hlýða, svert- inginn kendi honum bænir og vers og faðirinn æfði skilning hans. Bærinn Litchfield, æskufóstra hans, var sveitabær, auðvitað margfalt betri og hreinni í siðferði en stórborgir landsins. Það var frelsisbær. Þar var í frelsisstríðinu mulið í sundur málmlíkneski af Georg III. Englakonungi og byssukúlur steyptar úr því. Það var skólabær og dálítill mentabær. Það var hæðóttur fjallabær, 1000 fet yfir sjávar- mál. Landið umhverfis var einkar-fagurt, alsett skógum, fögrum engj- um og skrýtt alls konar jarðargróða. Böm prestsins vóru mörg og öll efnileg. Æska þeirra leið í saklausri skemtun, söng og barnaleikum. Þar af kom glaðlyndið, sem jafnan fylgdi þeim. H. W. Beecher virtist í æsku eigi vera andlega bráðger. Lengi fram eftir var málfæri hans mjög óskýrt. Hann var í hverjum barna- skólanum á fætur öðrum, en bóklegar framfarir hans urðu mjög litlar. Hann vildi ávalt vera að leika sér og réð eigi við sig fyrir æskufjöri. Samt urðu allir þess varir, að hann skorti enga tegund gáfna, ef aðeins væri hægt að halda honum til bókarinnar. Þegar hann var 1 o ára að aldri, háði hann fyrstu kappræðu sína við einn skólabróður sinn í áheyrn skólans. Hann vann sigur í kappræðunni, þótt andmælandi hans væri miklu eldri. . Þótt bóknám hans gengi ekki að óskum á árum þessum, þá nam hann samt margt, er hafði stórmikla þýðing fyrir alt líf hans. Og bókin, sem hann las og lærði, var bók náttúrunnar. Hann elskaði hæðirnar kringum Litchfield. Þar þekti hann hvern hól, hverja laut, hvert tré, hvern stein. Hann elskaði skóginn og skógarblómin, hlýddi á söng fuglanna, eltist við íkornana og önnur smádýr skógarins. Hann varð fjallabarn, skógbarn, blómabarn. Þar af kom heilbrigði hans, samlíkingar frá náttúrunni, blómaást og blómskrúð orðanna. Storm- urinn hvínandi í trjánum kendi honum margbreyttar raddir. Trén vöktu hugsun hans um breytingar lífsins: Ber og blómlaus í febrúar, laufguð í maí og hlaðin ávöxtum í september. Sunnudagurinn var haldinn mjög helgur í húsi föður hans. Þar lærði drengurinn að elska sunnudaginn og alt það, sem helgi dagsins færir með sér. Árið 1826 flutti Lyman Beecher sig til Boston og var þar preslur í ó1/^ ár. Honum varð þar afarmikið ágengt. Meðal þeirra manna, er hann þar vakti til lifandi trúar, var mælskumaðurinn mikli, Wendell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.