Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 42
202 höfund, og er hún ekki síður merkileg en hinar tvær. Sá hluti þess- arar ritgerðar, sem hér birtist, er þó aðeins »inngangur«, en framhaldið mun eiga að koma í næsta árgangi. Þessi »inngangur« er 46 bls., og ber þar margt á góma og fleira, en frá verði skýrt í stuttu máli, og ættu því sem flestir að kynna sér ritgerðina sjálfa, því á henni er mikið að græða. Fyrst fer höf. nokkrum orðum nm,. mentunarleysi mánna á íslandi, og er hætt við, að sumum kunni áð þykja hann nokkuð svartsýnn í því efni, en þó óvíst, að hann sé það um skör fram, ef rakið er til róta. Hann sýnir og, að íslendingar verji minna fé árlega til mentamála en nokkur önnur siðuð þjóð, jafnvel 5 — 6 sinn- um minna en Færeyingar. Hann segir, »að í mentamálum alþýðu ráði réttnefnd andleg horkóngapólitík og að íslenzka þjóðin sé af öll- um þjóðum í Norðurálfunni, að Tyrkjum einum undanskildum, mestur andlegur horkóngur« (bls. 8g). Margir haldi því fram, að bókvitið verði ekki látið í askana, en þessu sé ekki þannig varið, nema menn vilji rígbinda sig við bókstafinn í þessari setningu. Vinnan sé undir- staða velmegunarinnar, en til þess að hafa gott verksvit, þurfi menn að hafa þekkingu. Meðan þjóðirnar standi á lágu stigi, ímyndi menn sér, að heilbrigð skynsemi sé nægileg, en ef menn vilji komast á hærra stig, þá þurfi mentun og fróðleik, hvort sem er að ræða um ræktun jarðarinnar, aflann úr sjónum eða iðnaðinn. fetta komi af því, að andinn sé æðri en líkaminn, og það sé andinn, sem ráði yfir hend- inni, en ekki höndin yfir andanum. Þegar menn því tali um, að þjóðin þurfi fyrst að verða efnuð, og svo geti hún mentað sig, þá sé það alveg eins og menn segðu við fátækan sjúkling: »f’ú hefir engin efni á að leita þér lækninga. Fyrst þarftu að verða dálítið efnaður, og svo geturðu leitað þér lækninga og keypt þér meðul á eftir«. Því næst sýnir höf. með dæmum frá öndvegisþjóðum Norðurálfunnar, að einmitt þegar mest hafi að þeim krept, þá hafi þær sannfærst um, að bezta ráðið til að hefja sig úr niðurlægingunni væri aukin mentun barna og unglinga, aukin skólamentun. Og þeim hafi líka orðið að því. Reynslan hafi sýnt, að þetta var rétt. En ef nú einhver kæmi fram með þá tillögu, að íslendingar legðu fram af almannafé 2—3 kr. til mentunar barna og unglinga (»svo að vér kæmumst þangað með tærnar, sem Færeyingar með tilstyrk Dana hafa nú hælana«), þá mundi tortrygni landsmanna þegar hefja mótmæli gegn því og finna til ýmsar ástæður eftir. því, hver tillöguna bæri fram Og svo mundi systir hennar, van- þekk'ingin, koma til liðs við hana og segja, að bókvitið verði ekki látið í askana, menn megi ekki missa börnin frá vinnunni, og álögur lands- manna séu svo þungar, að engu megi við þær bæta, ef menn eigi ekki algerlega að sligast undir þeim. En nú sýnir höf., að kvartanir manna um þungar álögur séu á engu bygðar, þegar miðað er við álögur annarra þjóða. Þegar talin séu saman öll opinber gjöld (til sveitarsjóða og landssjóðs), þá komi rúmar 14 kr. á hvern mann, en í Danmörku komi á hvern mann af samskonar gjöldum kr. 46,67, á Englandi kr. 74,36, á Prússlandi kr. 83,24 o. s. frv. Af þessu megi sjá, að ísland standi í þessu efni langt fyrir neðan önnur siðuð lönd; Danir beri þrefalt hærri og önnur lönd alt að því sexfalt hærri gjöld að tiltölu við mann- fjölda. þetta sýni eins og fjárframlögin til mentamála, á hvetju stigi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.