Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 6
fara strax í kvöld, því báturinn siglir í nótt. En mig tekur sár- ast að skilja þig eftir eina og mannlausa í húsinu.« »Eg hefi þá verið ein fyrri og bregður ekki við það.« »Ef þú lendir í vandræðum með beljuna, þá settu hana inn í garðinn, þangað til ég kem aftur.« »Berðu ekki kvíðboga fyrir mér eða henni. Við getum séð um okkur sjálfar.« »Netið verðurðu að draga upp; þú getur ekki strítt í að hugsa um það.« »Eg hefi hugsað einsömul um net fyrri og skrölt fram á þenna dag.« Jón sá, að hún þóttist fær í flestan sjó án hans hjálpar, svo hann braut upp á nýju umtalsefni. »Ég held ég verði svo að biðja þig, Ásdís mín, að láta mig fá hinar strigabuxurnar. Maður verður þó alténd að ganga liðlega til fara, þá einu sinni að maður kemur í höfuðstaðinn.« »Skyldi þér ekki æða á. Buxurnar hanga þarna á snaganum, ef þig vantar þær. Eú ætlar þó ekki að rjúka á stað í kvöld undir nóttina.« »Báturinn fer í nótt, og jafnmikilvægt málefni og þetta þolir enga bið. Ég er búinn að hugsa þaö alt út. Neðri endinn á brautinni á að sjálfsögðu að vera hér á Strympu. Pað er ekki amalegt að hafa hann hérna á hólnum fyrir vestan, sem aldrei kemur deigur dropi úr lofti. Ég segi við stjórnina« —- — — »Æ, vertu ekki að þessu masi. Úr því þú ætlar að fara þessa ferð, þá reyndu að haga þér svo, að enginn geti sagt, að tengdasonur hans I’orsteins á Yxnabakka hafi komiö fram sér og sveitinni til vanvirðu.« Þegar Jón loksins var ferðbúinn, var liðið af sólarlagi, og stjörnurnar vóru farnar að koma í ljós á austurloftinu. Hann varð að fara fótgangandi tvær mílur vegar þangað, sem báturinn var. Svo kvaddi hann Ásdísi sína og gekk niður túnið ofan að vatn- inu, .því hann vildi heldur ganga með fram því, af því skuggsýnt var. Á malarkambinum staðnæmdist hann og horfði heim til sín. Ásdís stóð enn í dyrunum og horfði á eftir honum, og kötturinn, sem sat á tómri tunnu hjá húsinu, virtist einnig horfa til hans. Haninn var fyrir löngu sofnaður. Hann hafði aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.