Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 69
229 Henry Ward Beeeher* Háttvirti forseti. Heiðraða samkoma. Konur og menn. Fyrir tveimur árum (1892) dó frægasti prestur Englands, C. H. Spurgeon. Á kirkjuþingi 1892 hélt ég tölu um hann. Hún er prentuð í 2. árgangi »Aldamóta«. Einmitt um sama leyti komst ég lítið eitt í kynni við Jónatan (Uncle Sam), eins og kunnugt er (»Tjaldbúðin« III, bls. 3—21). Við töluðum margt saman og fórum í mannjöfnuð með mönnum Jónatans og Jóns Bola. Ég spurði hann að því, hvort hann á 19. öldinni hefði átt í preststöðu nokkurn jafnoka Spurgeons. Jóna- tan brosti við og mælti: »Hefir þú aldrei heyrt nefndan Henry Ward Beecher. Ef í mannjöfnuð skal fara, þá er mér óhætt að skipa hon- um mót Spurgeon.« — Með því að ég hefi áður talað um Spurgeon, finst mér skylda mín að tala um Beecher. Árið 1638 kom »púrítana«-hópur frá Englandi til Vesturheims undir forustu séra Jóns Davenport’s og settist að í New Haven. Éeir flýðu vestur um haf, til þess að geta þjónað guði sínum í næði og friði. í hópi þessum var Hannah Beecher. Hún var ekkja. En með því að hún var dugleg yfirsetukona, þá fékk hún að fara með flokknum yfir hafið. Sonarsonur hennar, Nathaniel að nafni, átti konu af velskum ættum og með henni son einn, er Davíð hét. Feðgar þessir, hver fram af öðrum, vóru járnsmiðir og rammir að afli, Davíð Beecher var og auk þess mesti gáfumaður, námfús og víðlesinn. Hann kvæntist 3 sinnum og átti mörg börn. Ein kona hans var af skozkum ættum. Með henni átti hann (1775) son einn, er varð víðfrægur maður: Ly- man Beecher. í æðum hans rann þannig enskt, velskt og skozkt blóð. Lyman Beecher varð maður þríkvæntur. Fyrsta kona hans hét Roxana Foote. Hún var komin af manni þeim, sem forðum bjargaði Karli I. Englakonungi og faldi hann í eik. Sakir þess var hann tek- inn í tölu tignarmanna og hafði eik að skjaldarmerki. Einn af for- feðrum hennar var og Andrew Ward. Hann fluttist 1630 vestur um haf (til Boston) á skipinu Arbella. Éeir Wardamir vóru merkismenn, kunnir að dugnaði bæði í hernaði og stjórnmálum. Lyman Beecher og Roxana Foote giftust 1799. Böm þeirra, 8 að tölu, grétu við bana- sæng hennar (1816). Öll vóru börnin einkar-efnileg. Tvö þeirra hafa orðið stórfræg. Annað var stúlka, Harriet að nafni. Hitt var drengur. Um hann tala ég í kvöld. Nafn hans var Henry Ward Beecher. H. W. Beecher er fæddur 24. júní 1813 í Litchfield í Connecti- cut. Arfgengi hans var mikið og fagurt. Af föðurfrændum sínum erfði hann hraustan líkama og frelsisþrá »púrítana«. Af föður sínum erfði hann málsnild, áhuga og dugnað. Af móðurfrændum sínum erfði hann göfugmensku og höfðingskap, fögur einkenni fornenskra aðalsmanna. * Örstutt ágrip af tölu, sem ég hélt í Winnipeg i. marz 1894. aður aðeins fyrri hlutinn af ágripi þessu. Hér er prent- //. P.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.