Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 74
234 íslenzk hringsjá. SKÓGARLEIFAR OG TRJÁPLÖNTUN Á ÍSLANDI- (»Skovrester og Nyan- læg af Skov paa Island«) heitir löng ritgerð (með 11 myndum af íslenzkum trjám og runnum), sem kandídat í skógræktarfræði C. E. Flensborg hefir ritað í »Tids- skrift for Skovvæsen« XIII (1901). Skýrir liann þar frá ferð sinni og rannsóknum á íslandi sumarið 1900, er hann gerði fyrir tilmæli hins góðkunna höfuðsmanns í sjóliði Dana, C. Ryders, sem sýnt hefir svo lofsverðan áhuga á að græða skóg á íslandi. Fyrst er stuttur inngangur, þar sem höf. skýrir frá tildrögunum til ferðar sinnar, og því næst tekur hann að skýra frá þeim skógarleifum, sem nú finnist á íslandi. Getur hann þar þess meðal annars, að vel geti verið rétt, það sem sögur vorar segja, að landið hafi á landnámsöldinni verið »viði vaxið millum fjalls og íjöru«. Alt láglendið og dalirnir muni hafa verið skógi vaxnir upp í hlíðarnir, en fjöllin og hálendið skóglaust. Að vísu hafi skógurinn mestmegnis verið smávaxinn, en þó geti vel verið rétt, að sum tré hafi verið svo stór, að úr þeim hafi mátt smíða skip, eins og fornritin segi að fyrir hafi komið. Hann skýrir svo frá ferðum sínum um fingeyjar-, Eyjafjarðar-, Skagafjarðar-, Húnavatns-, Borgarfjarðar-, Árnes- og Rang- árvallasýslur, lýsir þeim skógarleifum, er hann hafi séð, og getur um, hverjir staðir honum virðist bezt fallnir til skógræktar. En annars álítur hann, að hér um bil al- staðar megi græða skóg, ef rétt sé að farið og áhuginn nógur. í*á lýsir hann þeim trjáplöntunartilraunum, er þegar hafi verið gerðar af honum sjálfum og öðrum, nefni- lega á fingvöllum, gróðrarstöðinni og görðum í Rvík, görðum og gróðrarstöð á Akureyri, trjáplöntuninni á Grund í Eyjafirði og á Hálsi í Fnjóskadal. Gefur hann þar ýmsar mikilsverðar leiðbeiningar viðvíkjandi plöntuninni og hvers einkum beri að gæta við hana. Að síðustu er kafli um framtíðarskógrækt á íslandi, og ræðir þar fyrst um nyt- semi skóganna. Peir muni ráða bót á hinum mikla eldiviðarskorti og þannig verða til stórmikils stuðnings fyrir landbúnaðinn, því þá megi nota alt tað til áburðar. Úr skógunum muni og mega fá nokkurt byggingarefni og til verkfæra og smíðis- gripa. Skóggræðsla í hlíðunum muni og aftra skriðum, snjófljóðum og áköfu vatns- rensli í vorleysingum. Þeir muni og á láglendinu verða til skjóls fyrir bæi og tún og binda jarðveginn, svo að moldin geti ekki feykst burt og gróðrarflesjur orðið að melum, eins nú eigi svo víða sér stað. Og margt fleira þessu líkt nefnir hann, sem gott leiði af skógunum. ]?á koma ýmsar reglur og skýringar um, hvernig haga skuli skóg- ræktinni og að lokum nokkur niðurlagsorð um afstöðu íslendinga til skógræktartil- raunanna, og hver úrræði séu til að gera þær almennar. Eigi nokkuð verulegt að verða úr tilraununum, verði landsstjórnin og þingið að styðja þær, bæði með fjár- veitingum og með löggjöf, til þess að varðveita hinar eldri skógarleifar og vernda nýja skóga gegn eyðileggingu. Danir veiti árlega x/2 miljón til trjáplöntunar á Jót- landsheiðum. Eins verði íslendingar að veita fé til trjáplöntunar, eftir því sem efnin leyfa. Það ætti að stofna skógar- eða plöntunarfélög um alt land, t. d. eitt í hverri sýslu undir forustu sýslumannsins og plöntunarfróðs manns, og svo ætti að sameina öll þessi félög undir eina sameiginlega yfirstjórn. Fyrst um sinn verði nauðsynlegt að fá útlendan skógræktarfræðing til þess hata á hendi yfirumsjón með öllum trjá- plöntunum landsins, en jafnframt sé nauðsynlegt að sjá nokkrum íslendingum fyrir fræðslu í skógrækt, svo þeir geti annast hinar einstöku trjáplantanir víðs vegar um landið. — Ritgerðin er yfirleitt mjög ffóðleg, og á höf. miklar þakkir skildar fyrir hana. V. G. BEATRICE HELEN BARMBY: GÍSLI SÚRSSONj: A drama ballads and poems of the old Norse days and some translations. Westminster 1900. Höfundurinn, Miss Barmby, hafði lært íslenzku af sjálfri sér. Hún hafði ávalt mesta yndi af íslenzku og íslenzkum bókmentum. Henni auðnaðist eigi að leggja seinustu hönd á ritverk þetta. í’að er gefið út eftir dauða hennar. F. YorkPowelI, háskólakennari í Oxford, hefir ritað »formála« fyrir bókinni. Honum farast mjög vel orð um Miss Barmby. — Bókin er í þremur hlutum: 1. Fyrsti hluti bókarinnar er leikrit: Gisli Súrsson. Powvell líkir leikriti þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.