Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 52
212 HENNING JENSEN: BERNSKA OG ÆSKA JESÚ. Þýtt hefir Vilhjálmur Jónsson. Reykjavík 1901. Bók þessi er »skráð fyrir leikmenn«. Málið á henni er létt og lipurt. í henni eru nokkrar örnefnalýsingar. Þær eru' greinilegar og vel samdar. Höfundurinn var einu sinni prestur í Danmörku. En hann varð »únítar« og slepti prestskap. Gerðist hann síðan ritstjóri smáblaðs eins í Kaupmannahöfn. Blað þetta er óvinveitt kristindómnum. Þessi bók höf. er rituð með meiri gætni en trúmálagreinar þær, er blað hans flytur. Svo er með höf. þenna eins og marga trúbræður hans, að hann er bundinn mörgum trúargreinum (dogmer), sem hann hefir sjálfur tekið sér. 1. Höf. trúir því, að Jesús hafi verið aðeins maður, sonur Jósefs og Maríu. Hér »gengur hann út frá því sem gefnu«, er hann einmitt ætlar að sanna. 2. Höf. fylgir »hinum svo nefndu hærri biblíurannsóknum«. Sér- staklega heldur hann fram skoðunum þeirra F. C. Baurs og D. F. Strauss. Og hann .fræðir eigi lesendur sína um það, að skoðunum þeirra hefir verið hrundið fyrir langa löngu. Auðvitað hefir höf. enga hugmynd um kristindómsmál hjá öðrum þjóðum en Dönum og Þjóð- verjum (t. a. m. Englendingum og Vesturheimsmönnum). 3. Ritsmíði þetta kemur alveg í bága við vísindalega rökleiðslu. Frásöguna um »bernsku og æsku Jesú« byggir höf. á guðspjöllum þeirra Matteusar og Lúkasar, en sjálfur heldur hann því fram, að öll aðalatriðin í frásögnum þeirra séu ósönn. Frásagnir guðspjallamann- anna lagar hann síðan í hendi sér eftir eigin hugþótta. Skoðanir sínar rökstyður höf. eigi með sögulegum sönnunum heldur með ósönnuðu hugarsmíði. Þessi aðferð höf. er í alla staði alveg röng og hefir ekk- ert vísindalegt gildi. 4. Rökleiðsla höf. er venjulega »argumentum e silentio« : Það, sem einhver höfundur getur eigi um, það veit hann eigi. Það, sem t. a m. Matteus getur eigi um í guðspjalli sínu, hefir hann hann eigi vitað. Slík rökleiðsla hefir ekkerl vísindalegt gildi. Höf. segir, að Jesús hafi aðeins verið maður, sonur Jósefs og Maríu Þetta er alveg gagnstætt heimildarritum höf. sjálfs (Mt. 1,18- 26 og Lk. i,26-38). Höf. rökstyður þessa skoðun sína með ýmsum orðum í nýja testmentinu: »Er hann ekki sonur timbursmiðsins«. »Er þetta ekki Jesús sonur Jósefs« o. s. frv. En höf. gætir þess ekki, að þessi orð vóru töluð af þeim mönnum, sem vóru óvinveittir frelsaran- um. Orðin eru einmitt færð til bókar í nýja testamentinu til að sýna fram á, að þeir hafi ekki þekt Jesú. Höf. segir, að Jesús hafi verið fæddur í Nazaret. Þetta er alveg gagnstætt heimildarritunum. Guðspjöllin taka skýrt fram, að hann var fæddur í Betlehem. Höf. trúir því, að frásögurnar um »bernsku og æsku Jesú« séu óáreiðanlegar sögusagnir, er hafi myndast’smátt og smátt. Hann gleymir að geta þess, að María »geymdi öll þessi orð í hjarta sínu«. Guðspjöllin gefa sjálf í skyn, að frásögurnar um bernsku og æsku Jesú séu komnar frá móður hans. Og betri heimild er eigi hægt að hugsa sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.