Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Page 52

Eimreiðin - 01.09.1901, Page 52
212 HENNING JENSEN: BERNSKA OG ÆSKA JESÚ. Þýtt hefir Vilhjálmur Jónsson. Reykjavík 1901. Bók þessi er »skráð fyrir leikmenn«. Málið á henni er létt og lipurt. í henni eru nokkrar örnefnalýsingar. Þær eru' greinilegar og vel samdar. Höfundurinn var einu sinni prestur í Danmörku. En hann varð »únítar« og slepti prestskap. Gerðist hann síðan ritstjóri smáblaðs eins í Kaupmannahöfn. Blað þetta er óvinveitt kristindómnum. Þessi bók höf. er rituð með meiri gætni en trúmálagreinar þær, er blað hans flytur. Svo er með höf. þenna eins og marga trúbræður hans, að hann er bundinn mörgum trúargreinum (dogmer), sem hann hefir sjálfur tekið sér. 1. Höf. trúir því, að Jesús hafi verið aðeins maður, sonur Jósefs og Maríu. Hér »gengur hann út frá því sem gefnu«, er hann einmitt ætlar að sanna. 2. Höf. fylgir »hinum svo nefndu hærri biblíurannsóknum«. Sér- staklega heldur hann fram skoðunum þeirra F. C. Baurs og D. F. Strauss. Og hann .fræðir eigi lesendur sína um það, að skoðunum þeirra hefir verið hrundið fyrir langa löngu. Auðvitað hefir höf. enga hugmynd um kristindómsmál hjá öðrum þjóðum en Dönum og Þjóð- verjum (t. a. m. Englendingum og Vesturheimsmönnum). 3. Ritsmíði þetta kemur alveg í bága við vísindalega rökleiðslu. Frásöguna um »bernsku og æsku Jesú« byggir höf. á guðspjöllum þeirra Matteusar og Lúkasar, en sjálfur heldur hann því fram, að öll aðalatriðin í frásögnum þeirra séu ósönn. Frásagnir guðspjallamann- anna lagar hann síðan í hendi sér eftir eigin hugþótta. Skoðanir sínar rökstyður höf. eigi með sögulegum sönnunum heldur með ósönnuðu hugarsmíði. Þessi aðferð höf. er í alla staði alveg röng og hefir ekk- ert vísindalegt gildi. 4. Rökleiðsla höf. er venjulega »argumentum e silentio« : Það, sem einhver höfundur getur eigi um, það veit hann eigi. Það, sem t. a m. Matteus getur eigi um í guðspjalli sínu, hefir hann hann eigi vitað. Slík rökleiðsla hefir ekkerl vísindalegt gildi. Höf. segir, að Jesús hafi aðeins verið maður, sonur Jósefs og Maríu Þetta er alveg gagnstætt heimildarritum höf. sjálfs (Mt. 1,18- 26 og Lk. i,26-38). Höf. rökstyður þessa skoðun sína með ýmsum orðum í nýja testmentinu: »Er hann ekki sonur timbursmiðsins«. »Er þetta ekki Jesús sonur Jósefs« o. s. frv. En höf. gætir þess ekki, að þessi orð vóru töluð af þeim mönnum, sem vóru óvinveittir frelsaran- um. Orðin eru einmitt færð til bókar í nýja testamentinu til að sýna fram á, að þeir hafi ekki þekt Jesú. Höf. segir, að Jesús hafi verið fæddur í Nazaret. Þetta er alveg gagnstætt heimildarritunum. Guðspjöllin taka skýrt fram, að hann var fæddur í Betlehem. Höf. trúir því, að frásögurnar um »bernsku og æsku Jesú« séu óáreiðanlegar sögusagnir, er hafi myndast’smátt og smátt. Hann gleymir að geta þess, að María »geymdi öll þessi orð í hjarta sínu«. Guðspjöllin gefa sjálf í skyn, að frásögurnar um bernsku og æsku Jesú séu komnar frá móður hans. Og betri heimild er eigi hægt að hugsa sér.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.