Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 59
219 flytja hreindýrin, hlóðu þau hvort öðru vörður innan um heiðarnar úr viðarhríslum og grjóti. En allan liðlangan veturinn varð Elis að dvelja í jarðkofanum uppi á fjöllum og þráði þá öllum stund- um þann tíma, er sólin kæmi og hann fengi aftur að sjá Sillu sína með svörtu augun, hana, sem var svo örsnör í hugsunum, lundkát og léttfætt, svo að jafnan varð lítið úr tímanum, er þau vóru saman. Eegar að því leið, að flytja skyldi á fjöllin aftur, fór Elis í kaupstað til bæjarins Alten og hafði með sér skinn, tungur, hvannir og ber. Hann keypti þar kaffi og aðrar nauðsynjavörur, og svo keypti hann líka gullborða, litþráð, klúta og ýmislegt annað, sem hann vissi, að Sillu mundi þykja vænt um, og boðlegt var dóttur Matthíasar Vuolafs. En því var nú einu sinni svo varið með Elis, að hann var manna fríðastur sýnum, svo að hvar sem hann kom, þá voru allar stúlkur ólmar eftir honum; það skein út úr augunum á þeim. En hann var stór upp á sig og lét, sem hann sæi þær ekki. Hugur hans stóð þar til, er Silla var. Einn sunnudag var hann staddur í kirkjunni í Alten. Ear sá hann unga grannvaxna stúlku, sem sat rétt fyrir framan prédikun- arstólinn. Hann þóttist aldrei hafa séð slíka fegurð á æfi sinni. Hún var svo björt yfirlitum og nettvaxin sem björk um Jónsmessuleyti, augun tindruðu sem blátær lækur, hárið sítt og gulbleikt á lit, hendurnar sem á barni, svo hvítar og smáar, — rétt eins og þær væru alt of góðar til að snerta við nokkru, sem jörðunni við kemur. Henni varð litið til hans, og hún brosti, rétt eins og hún sæi, hvað hann var að hugsa. Pegar hún fór út úr kirkjunni, leit hún þrisvar sinnum við og horfði á hann. Pað var sýslumannsdóttirin, sögðu menn. * * Næsta sinn, er tjöldin stóðu út við fjörðinn, var Elis fámáll og fór helzt einförum langt inn um haglendið meðal hreindýranna. þegar hann sneri heimleiðis síðla á hinum björtu sumarkvöld- um, hagaði hann svo ferðum sínum, sem hann væri hræddur um, að einhver sæti á vegum sínum. Honum sveið það næstum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.