Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 55
215
menn hafa tekið upp lóðarbrúkun á vetrarvertíð« . . . »Til hnekkis
fiskiveiðum í eyjunum er beituskorturinn. Úr því mætti bæta mjög,
ef menn hefðu íshús, sem geyma mætti síld í, ef hún yrði veidd eða
fengin að« . . . sískjallarar ættu að minsta kosti að vera til í hverri
veiðistöð, til þess að geyma síld úr íshúsum í um hríð, eða þá aðra
beitu, ef það mætti«. Höf. segir, að Vestmanneyjar séu »eftir legu þeirra að
dæma mjög vel fallnar til að vera stöð fyrir fiskiþilskip, þar sem þær liggja
svo nærri ágætum fiskimiðum til beggja handa«. En gallinn er sá, að það
vantar góða höfn. En væri »góð höfn við eyjarnar og íshús, þá lægju þær
einnig vel við, til þess að stunda þaðan heilagfiskiveiðar og senda aflann ís-
varinn á útlendan markað«. — Annar kaílinn er um ferð höf. með einu af
botnvörpuskipum félagsins »ísafoldar« (Vídalínsfélagsins). Hann fór þá
ferð til »að sjá veiðiaðferðina, fiskitegundir þær er fengust« o. s. frv.
Höf. lýsir svo veiðiaðferðinni. Hann telur það »mjög áríðandi fyrir
fiskiveiðar vorar, að eftirlitið (með botnvörpungum) verði framvegis full-
komnara en nú er, þar sem að eins er eitt skip. Það veitti naumast
af þremur, sem væru hér árið um kring«. — Þriðji kaflinn er um
reknetaveiðar: Að veiða síld í reknet. »Nokkrir þilskipaútgerðarmenn
í Reykjavík og nágrenninu mynduðu félag vorið iqoo, til þess að gera
tilraunir til að veiða sfld í reknet í þeim tilgangi, að afla síldar til
beitu«. Höf. telur, að tilraunir þær, sem félagið hefir látið gera með
reknetaveiðar, hafi »gengið fram yfir allar vonir«. Hann getur »eigi
betur séð, en að hér sé um atvinnugrein að ræða fyrir oss, sem ætti
að geta orðið eins ábatavænleg og þorskveiðamar, ef veK væri á
haldið«. — Að síðustu er dálítil grein um »merking á murtum o. fl.«
Þessi ritgerð er mjög fróðleg og greinileg. Hún er í alla staði
þess verð, að útgerðarmenn og fiskimenn veiti henni athygli.
H. P.
EINAR HJÖRLEIFSSON: ALÞÝÐUMENTUN HÉR Á LANDI.
Erindi flutt að tilhlutun Kennarafélagsins í Rvík 20. apríl 1901. Sér-
prentun úr Tímariti Bókmentafélagsins 1901.
Það er sannarlega gleðilegt að sjá og heyra, að á síðustu árum
virðast fleiri og fleiri meðal vor íslendinga vera að komast að raun
um, að meginþorri íslenzkrar alþýðu stendur á sorglegu lágu mentunar-
stigi. Það er gleðilegt, því að það gefur von um að bætt verði úr
bölinu, þótt það sé á hinn bóginn sorglegt að komast að þeirri niður-
stöðu, að svona skuli vera ástatt. En »þektu sjálfan þig!« Vilji menn
bæta sína bresti, verða þeir að þekkja þá, og hin fyrsta vizka er að
þekkja sína fávizku.
Það hefir lengi farið orð af því, hversu vel mentuð þjóð íslend-
ingar væru, og oft hafa útlendingar, sem ferðast hafa um landið, borið
oss íslendingum gott orð að því leyti. Margir íslendingar hafa líka
bæði í ritum og ræðum reynt meira til fullvissa þjóð sína um, að hún
sé á háu mentunarstigi í samanburði við aðrar þjóðir, en að menta
hana að nokkru. »Aftur á móti líta aðrir svo á, sem mentun vorri sé
ískyggilega ábótvant og vér stöndum langt að baki frændþjóðum vor-
um« segir höf., og er hann einn í þeirra flokki. Þessa skoðun sína