Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 47
207
og stjórnarstörfin of margvísleg fyrir þá fáu embættismenn, er áður
vóru; til þess því að fá nógu mannmarga stjórn og um leið koma
festu á gamlar venjur og lög, eru Decemviri settir. Líklegast er, að
þeir hafi aldrei til Grikklands komið, þó grískir rhetórar síðar héldu
því fram, samkvæmt þeirri aðalskoðun sinni, að Rómverjar hefðu lánað
frá Grikklandi alt, sem gott var og nýtilegt hjá þeim. Nú fór svo, að
Decemviri misbrúkuðu vald sitt, og gamla stjórnin komst á. En menn
finna aftur, að hún er ónóg. Þá eru kosnir síðar »hermannaforingjar
með ræðismannsvaldi«, og gengur allvel. En loks verður þó úr, að
menn breyta ræðismannsvaldinu, stofna dómstjóraembættið og auka.
síðar við öðrum embættum, eftir því sem þörf var á. Annars er ekki
alveg nákvæmt það, sem sagt er um dómstjórana. »Homines novi«
bls. 123 þýðir varla »menn af lágum stigum«, heldur menn afþeim ættum
(enda þótt göfgar væru), þar sem enginn áður hafði orðið aedilis
eða náð í æðra embætti (»kúrúlskt embætti«). Efst á næstu bls. stendur,
að félagslíf Rómverja hafi að því leyti verið óeðlilegt, »að ekki var
nógu hægt að afla sér fjár né valda með iðnaði eða friðsamlegri atvinnu«.
En að öllum líkindum var það þó auðveldara þar, heldur en í nokkru
ríki fyr eða síðar, þangað til nú á síðustu öldum. Það eru ótal dæmi
til þess, einkum á keisaratímanum, að menn af lágum stigum og blá-
snauðir vinna sér auð og völd með »friðsamlegri atvinnu«. Neðst á
sömu bls. er talað um persónulega borgararéttinn (»civitas sine suffragio«)
og hann talinn sem mikil hlunnindi; hér finst mér sem Madvig hafi rétt
að mæla, þar sem hann (Den rom. Stats Forfatning og Forvaltning I, bls.
33—41), heldur fram, að civitas sine suffragio hafi verið hér um bil
það harðasta, sem þá gat hent, er á vald Rómverja gengu, því hlunnindin
vóru lítil eða engin, en kvaðirnar miklar. Bls. T26 þarf að segja
frá, hyað »jus Latinum« er; það er skýrt sem hin »æðstu persónulegu
réttindi« en það er mjög ónákvæmt eins og það, sem sagt er um
municipia rétt á eftir. En auðvitað er það hinn mesti vandi í stuttri
bók, að segja ljóst frá, en þó svo að nægi. Bls. 128 standa orðin:
»hin lýðvaldslega þjóðsamkoma*, sem ég vona að sé prentvilla fyrir
»alþingi« eða eitthvað þvílíkt. Bls. 135 er sagt, að Varró hafi ekki
fengið fleiri heri til forustu eftir að hann beið ósigur við Cannæ. Þetta
er ekki rétt; Varró stjórnaði her í mörg ár eftir það; árið 212 er
sagt, að hann hafi fengið framlengd hervöld sín um öll árin, sem þá
vóru liðin frá orustunni við Cannæ (sjá Livíus XXV, 6), og síðar er
hann sæmdur ýmsum heiðursstörfum (Liv. XXIII, 32 sýnir, að hann
stýrði her 215; sbr. enn fremur Liv. XXX, 26; XXXI, 11; XXXI, 49).
Varró hefir vafalaust verið með duglegri mönnum, er Rómveijar áttu
þá á að skipa, en gæfumaður yar hann ekki að sama skapi. Bls. 139
er orðið »fjandgranni« sem ég man ekki eftir, að áður hafi sést á ís-
lenzku; orðið er ágætt og vert þess að halda því á lofti. Þar sem
sagt er frá skoðunum Catós um Karþagó, þarf að skýra frá því, hvernig
á þeim stóð, betur en gjört er. Verzlunarpólitík Rómveija er ef til
vill flestu merkilegri í sögu þeirra1. Bls. 144 er aftur blandað saman
1 Það er ekki rétt, að Cató haíi ákært sjálfur Scipiónana; það gerði M. Naevius
og nokkrir aðrir, en vera má, að Cató hafi staðið á bak við.