Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 7
167 þessu vant sezt upp á fjósið, sofnað þar og dreymt, að hann væri að heyja einvígi við hanann frá næsta bæ og hefði sigur. Upp úr því vaknaði hann, rogginn yfir sigrinum, baðaði út vængj- unum og galaði hvað eftir annað. Jón heyrði hanagalið og rank- aði þá við því, að hann hefði heyrt, að hanagalið boðaði feigð, ef maður heyrði það, þegar maður leggur frá heimili sínu í lang- ferð. Kannske það færi nú svo, að hann sæi Ásdísi aldrei aftur. Honum kom til hugar að snúa við, kveðja hana betur, en hann gerði, og biðja hana að forláta, ef hann hefði elcki alténd hagað sér, sem góðuin eiginmanni sæmdi, og lofa henni því, að láta hana aldrei sækja vatn eða kljúfa eldivið, þegar kalt væri, eða sækja beljuna í bleytu og flugum út í skóg. En hann harkaði af sér og fór hvergi. Hann gæti líka alveg eins gjört það, þegar hann kæmi aftur. það var yndislegt og rólegt kvöld, eins og þau einatt eru miðsumarkvöldin í Manitoba. Fram undan lá vatnið spegilslétt, nema hvað í stöku stað sló á það vindgárum, því norðvestan andi var. I loftinu sveimuðu þúsundir og aftur þúsundir af mý- flugum (mosquilos). Pær þektu Jón, og það virtist, að þær hefðu hugmynd um, að hann væri að fara í langferð, því þarna söfnuð- ust þær eins og torfa utan um hann og skemtu honum með sín- um þýðu og viðkvæmu söngröddum. Pað hafði enga þýðingu, þó hann sópaði andlitið og berði sér á bak og brjóst, þær fylgdu honum eins fyrir því; þeim fanst hann Jón eiga annað eins að þeim, eins og þó þær fylgdu honum til strandar, þá einu sinni hann fór í langferð. Pví trygðatröll eru þær, það mega þær eiga. Og enn einu sinni leit hann yfir heimili sitt, sem hann var nú að yfirgefa í bráðina — fyrsta skifti á 17 árum. Enn þá horfði Ásdís og kisa á eftir honum. Kúna gat hann ekki séð, en á klukknahljóðinu heyrði hann, að hún var að jórtra í næði fyrir utan garðinn. Haninn var hættur að gala; það var honum líka óeðlilegt að gala að næturlagi. Skógurinn luktist hringmyndaður umhverfis og myndaði koldímma brún við dagsglætuna í vestrinu. Lengra út í skóginum heyrði hann uglu skrækja og aðra svara enn lengra burtu. Froskarnir voru byrjaðir að syngja kvöldsálm- inn, og hinn urgandi rómur þeirra lét illa í eyrum Jóns. Hann sneri við, heimili hans hvarf honum þegar, og hann gekk hægt og seint suður ströndina. Hin þýðingarmikla Winnipegferð hans var byrjuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.