Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 25
ykkur til að leggja fram sem þarf í viðbót. Við höfum lauslega aðgætt skuldaskifti okkar og höfum fundið það út, að reikningarnir standa svoleiðis, að við eigum heldur tilgóða hjá ykkur en hitt, eða sem svaraði því að leggja brautina norður. Eg treysti ykkur til að snúast vel við í þessu, því ég hefi altaf sagt það og segi enn, að þó þeir séu að hnjóða í ykkur, þá eruð þið í rauninni allravænstu menn, og hafið margt vel til okkar gert. Pað hefðu sumir látið það vera að fara að senda agent gagngert til Islands, eins og þið gerðuð, til að sækja reiðhest og hrút, en þið sýnduð einmitt með því, að þið eruð menn, sem kunnið að meta það, sem nýtilegt er hjá þjóðinni. Ykkur er það líka óhætt, því að við erum menn, sem launum það, sem vel er gert til okkar, enda höfum við oft hjálpað ykkur, þegar þið hafið komist í hann krappan. Við erum menn, sem vert er að hafa fyrir vini. Við erum niðjar hinna fornu, frægu kappa, sem bygðu Noreg og ísland, og hvergi létu hugfallast, þó blóðið væri runnið úr æðum þeirra. Enn þá er hetjuandinn hinn sami. enn þá lifir hugprýði og hreysti, dáð og drengskapur, þrek og þor hjá okkur Islendingum. Enn þá rennur sama hetjublóðið um æðarnar eins og fyrir þúsund árum, þegar Gissur og Geirr, Gunnar, Héðinn og Njáll stóðu upp í lögréttu á alþingi. það er mikils virði fyrir ykkur að hafa oss, hina beztu og vitrustu menn af þjóð vorri fyrir vini, því við erum menn, sem hvorki erum tvöfaldir í dag né á morgun. Við erum niðjar feðra vorra og eigum að vera hnarreistir, þegar við tölum við enskinn. Vóru ekki Gyðingar hnarreistir, þegar þeir vóru að rekja ættartölu sína fram til fornhetjanna og sögðu, Abraham gat Isak, Isak gat Jakob, Jakob gat þá Júdas Iskaríot og bræður hans. Og er það ekki eins göfugt, segi ég, þegar við rekjum ætt vora fram til hinna göfgustu manna, og segjum til dæmis Jón Jónsson, Jónssonar bónda á Litlu-Strympu í Yxnadalshreppi, Eiríks- sonar, Pórðarsonar, Grímssonar kambans, Ketilssonar flatnefs, Bjarnarsonar bunu, Grímssonar hersis úr Sogni. IJað er göfug þjóð, sem telur slíka menn, og ég segi það og hefi alt af sagt, að þó við séum búnir að yfirgefa okkar kæra ísland, Fjallkonuna, sem í þúsund ár hefir staðið einmana norður í höfum og alið okkur á brjóstum sínum með eldi og ís, þá erum við enn þann dag í dag niðjar feðra vorra. Fir það ekki rétt,« spurði hann og leit drembilega í kringum sig, »erum við Islendingar ekki niðjar feðra vorra?«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.