Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 56
2IÓ
styrkir höf. og styður með ýmsum dæmum, sem hann tilfærir. Lestr-
arkunnáttan, — sem sumir álíta mentun, en hún er aðeins mentunarfæri,
— er ófullkomin, og ýmislegt virðist benda til, að lestrarfýsnin sé ekki
mikil, einkum það, að nú er nærri ómögulegt að gefa út nýtar og góðar
bækur á íslenzku, þar sem enginn vill kaupa þær. Allmargir kaupa að
vísu blöðin, en margir þeirra munu stinga þeim ólesnum bak við sperr-
una, enda er á sumum lítið að græða. Kvennmenn hafa »enga ánægju
af og engan skilning á þeim málum, sem í blöðunum eru rædd«, og
»mjög mikill hluti karlmanna botnar ekkert í því, sem í blöðunum
stendur. Það er sama sagan eins og um bækurnar«. Áhugaleysi
og samtaksleysi í öllum efnum sýnir og ljóslega, hversu lítill hinn and-
legi þroski þjóðarinnar er.
Oss vantar undirstöðuna, barnafræðsluna. Oss vantar góða barna-
kennara. »Yfirleitt eru allsendis óvaldir menn að fást við barnakenslu
hér á landi.« Oss vantar kenslubækur og kensluáhöld tilfinnanlega.
Þegar þessu er svona varið, eru þeir barnaskólar, sem til eru, auðvitað
ekki góðir, og enn verri er sveitakenslan eða umferðarkenslan, sem flest
börn á landinu njóta, þótt þau njóti ekki langrar kenslu: i —12 vikur,
flest 1—4 vikur aðeins!
Vér verðum að auka alþýðumentun vora, og þá er fyrst og fremst
að bæta barnakensluna og byrja á því að afla oss góðra kennara.
Vér verðum því að gera kennaraskólann verulega góðan, lengja náms-
tímann, herða á kröfunum, og svo er að bæta barnaskólana og fjölga
þeim í sveitunum og bæta kjör barnakennaranna. Verði ekki hægt
að hafa svo skóla í sveitum, að bömin geti náð til þeirra og komist heim
að kvöldi, þá leggur höf. til, að komið sé upp skólum, sem börnin geti
hafst við í að öllu leyti um skólatímann, og er sú tillaga mjög góð_
f’eir, er að börnunum standa, gætu lagt matvæli á borð með þeim.
Skólahúsin og kennarana ætti landsjóður að leggja til og sveitasjóðirnir
kennaralaunin. Þegar vér svo höfum fengið góða skóla með góðum
kennurum, þá er að leiða í lög skólaskyldu og svo er að fá menta-
málastjórn, til þess að sjá um öfl vor kenslu- og mentamál, hafa ná-
kvæma umsjón með skólunum, kennurunum við þá og öllu, er þar að
lýtur. Eðlilegast finst höf., að í þessari stjórn séu stiftyfirvöldin og svo
einn umsjónarmaður, sem ynni alt aðalverkið fyrir nefndarinnar hönd.
Það er heppilegt, að Kennarafélagið og Bókmentafélagið hefir
þannig vakið máls á þessu stórmálefni, og það er vonandi og æski-
legt, a.ð bæði alþingi og stjórn taki málefnið að sér, og að fleiri og fleiri
einstakir menn berjist fyrir alþýðumentun vorri, svo að vér með tím-
anum stöndum ekki frændþjóðum vorum að baki að því leyti.
M Þ.
ÍSLENDINGASÖGUR 28. og 29. Búið hefir til prentunar Vald-
imar Ásmundarson. Kostnaðarmaður: Sigurður Kristjánsson. Rvík 1900.
í þessum heftum eru tvær sögur: Grettis saga og Þórðar
saga Hræðu. Grettis saga er talin einhver ágætasta, þjóðlegasta og
skemtilegasta sagan af öllum íslendingasögum.
»Formálinn« fyrir Grettis sögu hefði ef til vill mátt vera dálítið efnis-
meiri, að því er snertir munnmæli um Gretti. Það væri gott að safna