Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 4
164
æskilegt at geta verndað rit gegn því, að vera prentuð upp af
öðrum. Langa hríð var þó útgefandinn jafnréttlaus og höfundur-
inn. Ef einhver bók þótti skara fram úr, var hún prentuð upp.
Lúther kvartar yfir því, og kemur auga á rétt höfundarins. Jafn-
vel Jósef II Austurríkiskeisari, sem þó var frjálslyndur maður í
mörgu, neitaði að banna uppprentun rita, og fanst hún í alla staði
réttmæt.
Nokkurskonar andlegur eignarréttur var þó orðinn viðurkend-
ur á Englandi um 1709. Á Frakklandi og Prússlandi varð hann
ekki viðurkendur fyr en 1793 og 1794.
Pegar 19. öldin er frá skilin, urðu því skáld og vísindamenn
hvarvetna að vera komnir upp á velgjörðamenn. Peir gátu ekki
lifað á ritlaunum, og urðu því að lifa á tileinkunum til velunnara
sinna og bjargvætta. Petta er þegar komið á í fornöld hjá Róm-
verjum. Mæcenas heldur hlífiskildi yfir Hórazi; og hann laun-
ar með því að gera nafn Mæcenasar ódauðlegt, svo að það er
nú notað sem nafn á slíkum velgjörðamönnum á hverri tungu.
Svo snemma á öldum sem hjá Hómer kveða skáldin um
konungana og láta afreksverk þeirra vera yrkisefni sitt. Eins er
í fornöld á Norðurlöndum, að skáldin kveða um norska, danska
eða írska konunga og fá gullhringa og skarlatsskikkjur að bragar-
launum. Á líkan hátt halda Persakonungar verndarhendi sinni
yfir þeim Hafis (d. 1389) og Saadi (1184—1291). Friðrik II hinn
mikli, Pýzkalandskeisari, gefur Walther von der Vogelveide (1165
—1230) lítið lén að veizlu. Stjórnendurnir í Veróna og Ravenna
skjóta skjólshúsi yfir Dante í útlegð hans. Lope de Vega (1562
—1635) tileinkar Úrban páfa VIII. leikrit sitt »Corona tragica.«
í byrjun nýju aldarinnar vóru þau skáld, sem ekki voru af
konungaættum, eins og t. d, Charles af Orleans (1391 —1465),
báglega stödd. Veslings Villon (1431—85; nokkurskonar Bólu-
Hjálmar), sem var honum samtíða, en meira skáld, var oft hnept-
ur í fangelsi fyrir hnupl á steikarbitum og kryddkökum, og lá
jafnvel við, að hann yrði hengdur fyrir þess konar örbirgðar-
ódæði. Að hann slapp frá gálganum, var því að þalcka, hve Loð-
vík XI. var mildur gegn alþýðumönnum. Tilvera skáldanna var
var þannig komin undir góðvild konunganna.
Næsta skáld Frakklands, Clément Marot (1496—1544), var
af Franz konungi I. skipaður herbergisþjónn hjá systur hans,
Marguerite af Valois, er leiddi til þess, að hann komst í fjör-