Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 76
236
sem enn eru kunnar og jafnframt skýrt frá útbreiðslu þeirra, lifnaðar-
háttum og nytjagildi. Hins vegar er þar af ásettu ráði slept að lýsa
útliti fiskanna, með því bókin mundi hafa orðið of stór, ef farið hefði
verið út í þá sálma.
Ritið er bæði hið fróðlegasta og mikið þarfaverk, enda virðist
mjög vel frá því gengið, og það bera ljósan vott um frábæra elju,
vandvirkni og áhuga hjá höf. Ágrip af því ætti að koma út á ís-
lenzku, en þyrfti ekki að vera í jafnvfsindalegu sniði. Aftur ætti lýs-
ing á útliti fiskanna að vera þar með. Sú bók ætti að geta haft
mikla þýðingu fyrir sjómenn vora og fiskiveiðar, og væri rétt af
stjórnarráðinu að hlutast til um útgáfu hennar og veita fé til.
V G.
UM MYNDUN ÍSLANDS OG JARÐFRÆÐI (»Eine Hauptzuge
der Geologie und Morphologie Islands«) hefir dr. Helgi Pjeturss
ritað í hið þýzka jarðfræðistímarit »Zeitschrift der Gesellschaft fur
Erdkunde zu Berlin« (7908), og er sú ritgerð eiginlega fyrirlestur, er
hann hélt á fundi jarðfræðisfélagsins 4. maí 1908. Er þar stutt yfirlit
yfir jarðmyndunarsögu íslands, sérstaklega að því, er snertir það, sem
fram hefir komið við rannsóknir síðustu ára. Fylgja þar nokkrar
myndir til skýringar og eins landsuppdráttur með mörgum litum, til
að sýna hina mismunandi jarðmyndun í ýmsum héruðum landsins.
V. G.
WIMMER SJÖTUGUR.
Þann 7. febr. 1909 varð prófessor Ludv. F. A. Wimmer sjö-
tugur, og hafði hann þá einmitt lokið hinu mikla riti sínu, »De danske
Runemindesmærker«, sem telja má eitthvert hið merkasta rit, sem út
hefir komið um langa hríð á Norðurlöndum. í minningu þessa færðu
15 lærisveinar og aðdáendur Wimmers honum allmikið hátfðarrit (»Fest-
skrift til Ludv. F. A. Wimmer ved hans 70 Aars Fodselsdag 7. Fe-
bruar 1909«) ásamt ávarpi, þar sem þeir vottuðu honum þakklæti sitt,
virðingu og ást sem kennara þeirra, vini og vfsindamanni.
1 þessu riti eru 4 ritgerðir, sem snerta Island og íslenzkar bók-
mentir. Dr. Valtýr Guðmundsson ritar þar um silfurgang á ís-
landi kringum árið 1000, og kemur þar fram með nýja skýringu á
greininni um hann í Grágás (Konungsbók II, 192 og Skálholtsbók bls.
462). Prófessor Finnur Jónsson ritar um vísurnar í Hávarðar sögu
ísfirðings og skýrir þær á nýjan leik, dr. Kr. Kálund um kveðskap á
Islandi kringum 1500 og prentar þar allmörg sýnishorn af honum
eftir skinnhandriti í Stokkhólmi, og loks ritar prófessor Björn M.
Óls en þar um ýmsar torskildar vísur í Sæmundar-Eddu og kemur
fram með nýjar skýringar á þeim. — Hinar ritgerðirnar allar lúta
aðallega að dönskum bókmentum, nema dr. Jakobs Jakobsens,
sem er um færeysk staðanöfn og skýringar á þeim. V. G.
Leiðrétting.
Bls. 178: Nóttin rekkjunni les: Nóttin rekjunni.