Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 58
218
Steingrímur segir í Vorhvöt, að ástandið batni, ef þjóðin bili eigi
(»En bót er oss heitið, ef bilar ei dáð«). Haustið 1872, rúmu
ári á undan birting stjórnarskrárinnar, segist Jón Ólafsson alls
ekki vera smeykur við, að það verði elcki endinn, »að vér einir
hér ráðum í landi«. (Kvæðið Áfram. Einkunnarorð þess eru
eftir Vinje: Dat berre spursmaal er um tid). Pað er því ekki
nýr boðskapur, að vér viljum ráða einir öllu á Islandi eða öllum
málefnum vorum. En »extrema se tangunt«. Samtímis því sem
þjóðin er heimtufrekari á réttindi sín og sigurvæntingin meiri en
nokkru sinni fyr, hljóðar hún mest undan þjáningum kúgunarinn-
ar og er næst komin örvænting og uppgjöf. Pá hófust Vestur-
farir með fram fyrir óstjórn Dana (sjá Fréttir frá Islandi 1873,
bls. 2. »Nú ætlið þið til Ameríku úr ánauð burt í frelsi og ró«
kveður Jón Ólafsson »Til Ameríkufaranna«). Pað er til merkilegt
kvæði eftir Matthías, »Stjórnarmálið 1860« (Ljóðm. II, 60—61).
Par koma í ljós þessar tilfinningar allar, frelsistrúin og frelsismóð-
urinn, sannfæringin, að þjóðin eigi landsréttindi sín óskert, ánauð-
arkvölin og örvílnanin: Pað er auðheyrt, að hann talar guðamál-
um trúarinnar — eins og Matthías myndi sjálfur segja — til
þjóðar, sem ætlar alveg að örvílnast: »Vertu óhrædd, veika þjóð,
vörn í þinni sök fram mun færð um síðir með full og heilög rök.«
Síðar telur skáldið áþjánarharma þjóðar sinnar. Og þá er það
sem vér heyrum móður tárast yfir sjúku barni, aumka það og
hugga það á, að því batni bráðum. Pað er grátbljúg viðkvæmni
og sorgbitinn sársauki í þessum fallegu og látlausu vísum:
Lengi hefir þú, fósturfold,
felt hin bitru tár.
Himna-guð einn heyrði,
hve hörmung þín var sár.1)
En svo kemur huggun trúarinnar:
»Eigi sífeld eymd og kvöl
er þér, móðir, léð
heldur fremd og frelsi,
ef fara kantu með.
') 1874 orti Bólu-Hjálmar: Frautir
talið getur.
»Blóðug sugu brjóstin þín
börnin gráti mett.
Þú seldir blóð, en seldir
ei sona þinna rétt.«
Úr því þú sazt ein i rann
yzt í foldargeim,
átt þú óskift frelsi
enn í skuld hjá þeimL
mínar í þúsund ár þekkir guð einn og