Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 11
hafa dirfst að láta sig dreyma um, að þessi heimur, sem manns-
andinn hefir skapað, og er jafnóendanlegur og hann sjálfur, væri
móttækilegur fyrir jafnörugg ákvæði um notkun hans, eins og
þau ákvæði, sem gilda fyrir hinn líkamlega heim, er vér miklumst
af að leggja undir oss daglega? Er ekki eins og lögin fái á sig
nokkurn blæ af þeirri tign og mikilleik, sem hvílir yfir þeim efn-
um, er þau eru að skipa fyrir um heimildir á? Eru ekki lögin í
þessari nýju mynd að hefjast upp á ókannaða fjallatinda með
meira víðsýni en hingaðtil? Pau heimta daglega meiri og meiri
þekkingarforða.« —
Stöðugt þarf að greiða úr nýjum spurningum. Pað ríður á
að tryggja höfundarréttinn svo kænlega, að aldrei verði farið í
kringum lögin; en þau mega þó heldur ekki vera svo ströng, að
þau brjóti bág við fulla skynsemi. Hugsið ykkur t. d., að einhver
lagastafur hefði bannað Schúmann að nota tóna úr Marseillaise-
laginu í »Tveir lífverðir« (frægt sönglag)! Setjum ennfremur, að
einhver lagastafur bannaði öldum og óbornum að gera þær breyt-
ingar í riti höfundar, sem nauðsynlegar væru til að halda því á
lofti, með því þær yngdu upp ritið.
f*að þarf því stöðugt að greiða úr nýjum spurningum. Á
hverju ári eru gerðar nýjar uppgötvanir og umbætur, sem út-
heimta nýjar ráðstafanir og ný verndarákvæði. fannig geta, t. d.,
»bíógraf«-leikhúsin nú sýnt látbragð leikenda í sjónleik og látið
»fónógraf« (hljóðrita) enduróma rödd þeirra. Getur verið, að
þessi uppgötvun geri marga minniháttar leikendur atvinnulausa,
en hún ætti líka að veita góðum leikendum rétt til alveg nýrra
tekjugreina.
IV.
En þeir andans menn, sem eru í Alþjóðafélaginu, vita bezt
sjálfir, að baráttu þeirra fyrir réttlætinu er markaður bás, sem
ekki verður út fyrir komist.
Á vorum dögum á það sér líklega hvergi nema á Rússlandi
lengur stað, að bækur, sem taldar eru skaðlegar, séu dæmdar til
að brennast á báli, og brendar af böðli. Eg þekki höfund, sem
hefir orðið fyrir þessari minkun eða sóma1). En samt er nú hvergi
lengra komið en það, að hver sá höfundur, sem ekki ritar eins
') Hér mun átt við Brandes sjálfan.