Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 47
207
alþingismennina íslenzku — aö kötturinn ætli að éta þær. Auð-
vitað vill kötturinn þeim alt hið bezta — »vill öllum skepnum
sínum vel«, líkt og segir í Helgakveri. — Hann vill, að þær
þrííist og fitni — þá verður tneiri matur í þeim:
Þó að sumar af ykkur verði að deyja
þá vill hann þó ykkur öllum vel (c: kötturinn, Danskurinn)
og óskar, að þið verðið feitar,
en eins og mús sér matar leitar,
þar sem hún finnur þykkast þél,
álíka krækir kötturinn
klónum fyrst í það músarskinn,
sem gljáir bezt.«
Þegar Gísli hefir látið kommissarius færa músunum heim sann-
inn um góðvild kattarins með þessum orðum, er hann sá hund-
ingi að láta hann bæta við:
»Nú gefur að skilja
að góðan köttinn ei brestur vilja.«x)
Með öðrum orðum: Parna getið þið séð, hvað kötturinn vill
ykkur vel. Hann étur ykkur með holdi og hamsi: Pað er svo
sem auðséð, hvað Danskinum þykir vænt um ykkur. Hann lætur
svo lítið að féfletta ykkur, éta ykkur, eins og kötturinn étur
mýsnar.
Valskan ræður öllu á þinginu. Hún segir berum orðurn, að
forseti eigi að vera sér auðsveipur, sem dygt hjú húsbændum
sínum — »feta feril minn eins og ég hefði hund í bandi,« eins
og hún kemst að orði. Pað var og þingheimi bagalegt, að hann
skildi ekki málið, sem »kommissarius« talar. — Konungsfulltrúi á
alþingi 1845 var danskur. — Ein músin áræðir að malda í móinn og
spyr, hvort slíkt sé tízka annars staðar (að töluð sé tunga, er
þingmenn skilji ekki): »Ætli þetta sé siður víða? — Annars verð
ég að mæla á mót.« Slík háðung er engu þingi boðin nema
alþingi Islendinga, hugsar Gísli. Alt má bjóða íslendingum.
Valskan verður byrst við og skipar músinni — háttvirtum þing-
manni —- að þegja: »Vesöl mús, viltu vera þrjót? — Köllunin
skipar þér að þagna og hlýða!« Á þessu sést rostinn í Dansk-
inum — konungsfulltrúanum — við Islendinga. Og enn segir, að
stjórnin eða Danir ginni þingið, sem þursa, með fögrum loforðum,