Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 10
170
Pað félag, sem hefir gert oss þá gleði, að halda ársfund sinn
hér í Kaupmannahöfn, og sem nú er hér statt í þessum sal, hefir
barist fyrir því göfuga markmiði, að koma þar á réttlæti og
sanngirni, sem örðugra var að koma því við, en á nokkru öðru
sviði.
Orðugleikarnir voru, eins og ég þegar hefi bent á, fyrst og
fremst utanaðkomandi, af því réttarspurningin var látin lúta í lægra
haldi fyrir svo nefndum æðri kröfum, nytsemdakröfunni. Höfund-
aréttLirinn var fyrir borð borinn af því, sem bezt þótti haga í
þann og þann svipinn. En þó margt mæli með því, að haga
seglum eftir vindi, þá er sú aðferð, þó ekki sé hún einn hinn
versti, samt nálega hinn hættulegasti óvinur réttlætisins. Pví næst
komu til innri örðugleikar, með því að yfirleitt var ekki eins hægt
að gefa ákveðnar reglur um andlegan eignarrétt og heimildarrétt
líkamlegra muna. Lengi vel vildu menn ekki við hann kannast.
Seint og síðarmeir létu menn í stað þeirrar hugmyndar koma
höfundarrétt (í orðins eiginlegu merkingu) og ákváðu hann.
Eins og ritari þessa félags, Albert Oesterrieth, hefir svo
snildarlega sýnt fram á, var það í rauninni mál eitt á Englandi
frá 1763, milli Millar og Taylor, út af kvæði James Thomsons
»Árstíðirnar«, sem í þessu efni gerði breytinguna og beindi í
rétt horf.
En Alþjóöafélagið hefir samt sigrað allar torfærur, bæði innri
og ytri, og komið á Bernarsamningnum 1886, er loks stofnaði
það ríkjasamband bæði í og utan Evrópu, sem er grundvöllur
allrar framtíðarviðleitni í þjónustu réttlætisins á þessu sviði. I það
samband gekk Danmörk, þó seint væri, fyrir 6 árum. Hún haföi
dregið það altof lengi, en hefir nú tekið fullum sinnaskiftum.
Andlegi eignarrétturinn — styzt og næst að kalla hann
svo — hefir orðið til þess að mynda heilt nýtt scorpus juris«
(lagabálk), og stöðugt bætast ný vafamál við, sem úr þarf að
greiða. Fátt getur fróðlegra verið, en að lesa hið heljarmikla rit
—- 1000 bls. í stóru broti —, sem upprunalega er samið af Eugéne
Pouillet, en nú hefir verið endurbætt og útgefið í annað sinn af
hinum ágæta forseta Alþjóðafélagsins, herra Georges Maillard,
sem sýnir oss þann sóma, að vera hér viðstaddur. I formála
þeirrar bókar standa þessi fögru orð: »Hverjum mundi forðum
hafa dottið í hug þessi réttindi, sem enginn verður nú til að mæla
á móti, og sem eingöngu stafa af andlegri vinnu? Hver mundf