Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 42
202 flestum þessarra kviðlinga svo ósvikinn, að sýnt er, að skáldin hefir sviðið undan brennijárnum hennar. Pessi kveðskapur er vitni þess, meðal annars, að þjóð vorri sé tamt bakbitið, ekki sízt er skáld hennar eiga í hlut. Eg get þessa til að sýna, hvað nema megi af ljóðum vorum. Eg ætla hér að segja ofurlítið frá því, hvernig bókmentir vorar, einkum kveðskapurinn, beri Dönum sög- una, viðskiftum og viðureign við þá, Danakonungum og Dan- merkurveru sinni. Pað leikur víst fleirum en mér forvitni á, hvern hug íslendingar bera til sambandsþjóðar vorrar. Ég kveð ekki eingöngu þjóðskáldin svo kölluðu til vitnis um þetta mál. Eg tek öllum fróðleik fegins hendi, hvort sem hann kemur frá Bjarna Thórarensen eða Símoni Dalaskáldi. Eegar ritskýrendur og bók- mentafræðingar reyna að gera sér glöggva hugmynd af skáldum, nægir þeim ekki þaullestur á beztu ritum þeirra. Hratið er líka kannað. Sitthvað getur leynzt í því, er skerpir skilning vorn á list skáldsins, gáfum þess og þroska. Par getur t. d. falist frum- vísir þess, er seinna varð aðalefnið í beztu ritum hans. Eins auka lélegar ljóðabækur skilning vorn á bókmentum þjóðanna. En þær geta meira. Pær geta líka á annan hátt frætt oss á ýmsu um líf og menning þeirra. Stöku sinnum getur enda viljað svo til, að þau segi oss sumt, auðvitað óbeinlínis og óafvitandi, er ekki er eins auðvelt að öðlast vitneskju um af verkum betri skálda, t. d. um almenningsálit á einhverju. Vitskáldin eru ef til vill alein í landi um skoðanir sínar. Vér getum ekki skorið úr því, að ókönnuðu máli, hvort þær eru líka skoðanir fjöldans. Ef svo vill aftur til, að vér rekumst á einhverjar skoðanir í kviðlingum óhugs- andi rímara, má fremur treysta því, að þær séu bergmál af al- mannadómi. Eeir eru sem börnin, er mæla það, sem á bæ er títt. Eg vona, að menn misskilji þetta ekki né rangfæri, sem ég ætli að halda því fram, að vér getum numið sálarfræði eins vel af lélegum skáldritum eða grætt svipað því eins mikið á lestri þeirra yfirleitt. Annars er ekki um auðugan garð að gresja, er leitað er í ljóðakverum íslenzkra alþýðurímara, þótt undantekningar séu á því, sem öðru. Eað eru furðuleg kynstur, sem gefið hefir verið út af þeim. Eað er merkilegt, hve höfundum þeirra eða ættingj- um höfundanna hefir verið ant um að koma þeim á prent. Pessi umhyggjusemi er sem móðurástin. Hún er jafnhlý og viðkvæm, hvort sem barnið er gáfað eða ógáfað, afbragð að fríðleik eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.