Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 21
hingaö með »sigurskjal« íslendinga og bera fram fyrir Dani. Að
þessu sinni gátum við varla á annan hátt fært Dönum betur heim
sanninn um vilja okkar. Frá pólitisku 'sjónarmiði skoðað bar að
tilnefna Skúla Thóroddsen sem ráðgjafaefni og þingflokkurinn
hafði siðferðislega skyldu til þess,
En flokkurinn gerði það ekki. Og ekkert hefir orðið af því,
að Dönum yrði ögrað.
Pegar í sumar og haust, er leið, tóku þær fregnir að berast
hingað, að Sk. Th. væri svo veikur, að hann gæti ekki staðið að
neinu verki. Petta mun hafa verið mikið til uppspuni. Pví næst
kom það, að ýmsum í flokknum þætti hann hafa verið svo ónýt-
ur heima, í kosningabaráttunni og þvíuml., að ekki væri tiltök að
gera hann að ráðgjafa. Hann hefði ekkert fengist til að gera
fyrir sunnan land, en farið vestur og setið þar alt sumarið og
halst ekki að; látið annan mann annast blað sitt o. s. frv. bæði
í sumar og vetur — sjálfur nærri því ekkert skrifað. Pað er nú
sjálfsagt töluvert til í þessu; en samt mun það hafa verið vilji
alls þorra meirihluta þjóðarinnar að reyna hann sem ráðgjafa, þótt
auðvitað aldrei verði með áreiðanlegri vissu sagt um það fyrir-
fram, hvernig mennirnir leysa verk sín af hendi. Að því leyti, er
það snertir hann persónulega, að hann var ekki »tilnefndur«, má
hann óefað að nokkru sjálfum sér um kenna; hann vantar sem
sé bráðnauðsynlega foringjahæfileika, svo sem ötulleik í því
að vinna menn og halda þeim saman.
Ymsa þesskonar eiginleika hefir þar á móti sá maður, sem
nú er orðinn ráðgjafi. Paö gerði gæfumuninn, ef svo mætti að
orði komast, og þessvegna tókst honum að hafa meiri flokk á
þingi. En hins vegar mun fáum dyljast, að hann hefir ekki í eins
ríkum mæli og Skúli það, er ráðgjafa íslands er nú mest þörf á,
en það er festan, að láta sig ekki, kuldinn, að bráðna
ekki! — —
Nú er svo komið, að báðir aðilar, Islendingar og Danir, sitja
við sinn keip; má segja, að það fari að líkum, en er alls ekki
óvænlegt okkur, ef vel er á haldið. Við erum nú komnir á okk-
ar réttu hillu aftur; við eigum nú að hætta að hugsa til samn-
inga við Dani — en höfum konunginn einan við að eiga.
Það er líka hann einn, er okkur kemur í raun og veru við. Að
við fórum nokkurn tíma að semja við þá, var nokkurskonar til-
hliðrun af okkar hendi og tilraun til þess, að fá málið skjótt til