Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 8
þeim. Nei, auður hans átti sér aðrar rætur. Fyrst fékk hann hirðstyrk, 1200 franka á ári frá hertoganum af Orleans, fjórum árum síðar 2000 franka frá konungi, þrem árum síðar 1500 franka frá drotningunni, unz honum lærðist að auðga sig á kaupum og sölum að hætti fjárreiðumanna. Að Rousseau var svo fátækur, kom sumpart af því, að hann neitaði að taka við bitlingum, og sumpart af því, að bannað var að selja rit hans, af því menn álitu, að trúvillur væru í þeim. Og við hvílíka örbirgð áttu ekki frægustu tónskáldin að búar jafnvel fram á vora daga! Annar eins maður og Mózart (1756— 91) dó blásnauður; Beethoven (1770 —1827) þá með þökkum lítilfjörlegan styrk frá sínum konunglega lærisveini, Rúdolph erki- hertoga; Schúbert (1797—1828) dó í fátækt á unga aldri. Og hvílíkt drepandi skuldabasl átti ekki Richard Wagner (1813—83) við að stríða, unz Loðvík konungur II. skaut skjóli yfir hann! Af öllum listamönnum eru líklega kvæðaskáldin verst stödd. Chatterton var ekki nema 17 ára, þegar hann réð sér bana (177°) af örvæntingu yfir fátækt sinni, og var þó, eins og ágætur enskur höfundur hefir að orði komist, eftir aldri, gæddur þeirri stórkost- legustu skáldgáfu, sem nokkru sinni hefir birzt á jarðríki. Utan Englands eru örlög hans orðin kunn af sorgarleik De Vignys. Bezta kvæðaskáld Dana í byrjun 18. aldar, Ambrósíus Stúb, ól æskualdur sinn sem lítilsvirtur skrifari og »hrókur alls fagnaðar« (maítre des plaisirs) á búgörðum aðalsmanna, var rekinn burt, jafnskjótt og eitthvað bar útaf, og lauk æfinni sem barnakennari í sveitakaupstað. Hann er gott dæmi þess, hvernig fátæk skáld urðu að vera söngkennarar og sníkjugestir, til þess að geta fram- fleytt lífinu. Jóhannes Ewald, mesta skáld Dana í lok 18. aldar, var svo fátækur, að hann orti sæg af tækifæriskvæðum og brúðkaupsljóðum fyrir borgun, og þeir, sem af forvitni komu til að sjá hann, eins- og einn af sýningargripum Kaupmannahafnar, skildu eftir silfur- skilding á rekkju hans. Og svo bágborin voru atvinnuskilyrði höfunda í Danmörku bæði á 18. og 19, öldinni, að tvö mestu skáld þjóðarinnar, sem útlendingar nú strax reka augun í myndastyttur af fyrir framan konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, gáfu sjálfir út rit sín langa hríð. Holberg seldi sjálfur rit sín úr herbergi sínu, en Phoenix- berg nokkur prentaði upp leikrit hans í óleyfi. Kona Oehlen-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.