Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 38
198 að koma þessu saman, því að hann minti líka, að hann hefði heyrt kunnuga gera ekki alllítið úr óvildarþeli Islendinga til Dana og Danmerkur. Hann kendi ofurlítið þess sársauka, er menn finna til, þegar þeim veitir erfitt að koma hugsunum og þekk- ingaratriðum í samræmi. Hann spurði sig: »Ja, hvað er líklegt ?« Hann strauk hægri handarlófanum um alt andlitið, lokaði augun- um, andlitið varð eintómar fettur og brettur, eins og hann »strit- aðist við« að hugsa. Honum varð ógreitt um svar, því að hon- um vóru lítt kunnir málavextir. Honum kom aftur í hug spurn- ingin: »Hvernig höfum vér stjórnað því?« Hann sá óðara, að enginn samjöfnuður var á stjórn Dana á Islandi og Pjóðverja á dönskum Suðurjótum. Enginn bannar íslendingum að tala tungu sína, hvar sem þeir vildu. Peir nema hana í skólunum, þeir mega syngja þjóðsöngva sína o. s. frv. En forðumst allan Farísea- skap! Er ástæða til, að Islendingar uni og hafi unað lagsmensku sinni við oss Dani og unni oss ? Honum flugu aftur í hug orð Brandesar um stjórn Dana á Islandi. Og þótt hann væri ekki fróður um sögu sambandsins, fremur en aðrir Danir eiga vanda til, hafði hann einhvern ávæning af einokun þeirra á verzlun lands- ins um langan aldur. Hann hafði óljóst hugboð um, að þeir hefðu grætt of fjár á Islendingum, og væri Danir þó stóreigna- þjóð hjá þeim, er byggju í jafnköldu og norðlægu landi. Hann mintist 'þess, að dönsk blöð hefðu dáðst að því, er alþingi var hér fyrir 3 árum, hve alþingismenn hefðu verið sammála og sam- taka, er þeir kröfðust einum rómi umbóta á stjórnarfyrirkomulagi lands síns. Peir vóru eftir því ekki orðnir ánægðir við Dani þá eða stjórn þeirra. Og þeir höfðu hafnað nefndarfrumvarpinu, svo mjög sem dönsk blöð létu þó af þeim kostakjörum, er það veitti íslendingum — hægriblöðin höfðu hamast af ilsku, er þeim varð það kunnugt. Sjálfstjórnarkröfum íslendinga væri enn ekki sint á þann hátt, er þeir feldu sig við. Hann hafði og veður af, að stjórnmálabarátta þeirra væri tekin að eldast, þótt honum væri ókunnugt, að hún væri komin um áttrætt. Hann mundi og svo langt, að frjálslyndu blöðin (dönsku) hefðu ámælt Estrup og Nellemann fyrir neikvæði þeirra við heimastjórnarkröfum íslendinga. Hann fór ofan í brjóstvestisvasann, tók þar upp vindil, beit ofur- lítið framan af honum, skirpti því út úr sér og fram á gólf, kveikti á honum, hallaði sér aftur á bak í »sófanum« og fór að reykja. Hann ályktaöi á þessa leið: Ef Islendingum hefir verið og er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.