Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 75
235
hinum merkasta og örlagaþrungnasta þætti i sögu landsins. Og þó
hún sé rituð af samtíðarmönnum, ber öll frásögnin vott um svo mikla
sannleiksást og óhlutdrægni, að slíkt gegnir hinni mestu furðu um
menn, sem sjálfir hafa verið við viðburðina riðnir að meira eða
minna leyti. Og ekki mundi kerlingunni, sem ekki þótti gaman að
guðspjöllunum, af því enginn væri í þeim bardaginn, hafa þótt ónýtt
að heyra lesna Sturlungu; því ekki skortir þar bardaga og blóðs-
úthellingar. Heldur er þar alt of mikið af hryðjuverkum, svo að hrollur
fer um mann að lesa um öll þau grimdarverk og ódæði, sem frá er
sagt. En ekki þó svo að skilja, að þar beri ekki líka margt hugð-
næmt á góma og dregnar séu skýrar og fallagar myndir af daglegu
lífi manna, siðum og menning. í því er Sturlunga einmitt flestum
sögum fremri — af því hún er svo áreiðanleg.
Allir, sem einhverja hugmynd vilja hafa um sögu landsins, verða
að lesa Sturlungu, — ekki einu sinni, heldur oft og mörgum sinnum.
Af henni má meira læra en fjölda af öðrum bókum. V. G.
ÞORV. THÓRODDSEN: LÝSING ÍSLANDS II, i. Khöfn 1909.
í þessu hefti er lýsing á jöklum landsins, hraunum, eldfjöllum,
landskjálftum, hverum, laugum og brennisteinsnámum. Er framsetn-
ingin að vanda hin fjörlegasta, og jafnframt lýsingunni jafnan sögulegt
yfirlit yfir náttúruviðburði og annað, sem stendur í sambandi við þetta.
f’ar eru og 44 myndir og uppdrættir. V. G
JÓN ÓLAFSSON: STAFRÓF VIÐSKIFTAFRÆÐINNAR. Rvík
l9°9-
Höf segir í formálanum, að bók þessi sé hvorki þýdd né frum-
samin, eða öllu heldur bæði þýdd og frumsamin. Hefir hann lagt til
grundvallar »Economics for Beginners« eftir H. D. Macleod, en jafnan
lagað efni sitt og dæmi í hendi sér eftir því, sem bezt þótti hæfa fyrir
íslenzka nemendur og lesendur. Hefir bæði val bókarinnar og með-
ferð hennar í endursamningunni tekist hið bezta, því hún hefir mikinn
og nauðsynlegan fróðleik inni að halda, og öll framsetningin er svo
skýr og ljós, að engum er vorkunn að geta haft fult gagn af lestri
hennar, þótt hann áður sé alls ófróður um þessi efni. Bókin er fyrst
og fremst ætluð til að vera kenslubók í Verzlunarskóla íslands, og er
hún vel til þess löguð. En hún er líka ágæt fræðslulind fyrir alla
aðra unga menn, sem fást við viðskifti og verzlun, en ekki eiga kost
á að afla sér skólakenslu. V. G.
íslenzk hringsjá.
BJARNI SÆMUNDSSON: OVERSIGT OVER ISLANDS FISKE
(í »Skrifter udgivne af Kommissionen for Havundersógelser, Nr. 5«,
Khöfn 1909).
í riti þessu er fullkomin skrá yfir allar þær íslenzkar fiskategundir,