Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 2

Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 2
rithöfundar ættu að eiga, eftir að fangelsin höfðu verið þeim opin um langan aldur. Pegar prentlistin var fundin og höfundar gátu breitt út um alt skoðanir sínar, er það fyrsta, sem öllum valdhöfum og þjóð- félagstoðum dettur í hug, þetta: þeir eru hættulegir, við verðum að sjá við heirri hættu. Við verðum að marka öllu bás, sem þeir birta, og hafa stranglega gát á þvf. Höfundurinn varð þá að biðja um leyfi til að gefa út hverja einstaka bók. Menn hræddust hann ýmist af pólitiskum ástæðum eða þá — og langoftast — vegna trúarlífsins. Ef einhver höf- undur var óvarkár, var hann oft látinn sæta limlesting eða dauða- hegningu. Ekki þurfti mikið út af að bera til þess, að hann væri settur í gapastokk, eyrun skorin af honum eða hann handhöggv- inn. Hann var píndur á píslarbekk og sat árum saman í dýflissu- Einkum barðist kirkjan gegn bókmentunum. Fáein dæmi eru nóg til at sýna það. Roger Bacon (enskur munkur, heimspek- ingur og náttúrufræðingur á 13. öld1) var 14 ár hneptur í fangelsi. Sama sýnir það hlutskifti, er þeir hlutu Gíordanó Brúnó (heim- spekingur, brendur á báli í Róm 17. febrúar 1600), Campanella (ítalskur heimspekingur (1568—1639), er varð að flýja land og dó á Frakklandi) og Servetus (guðfræðingur, brendur á báli í Genf 1553). Balthasar Bekker (guðfræðingur, 1634—98) var gerður land- rækur úr Hollandi fyrir ummæli sín gegn galdratrúnni. Á Eng- landi var bók um þríhyrningamælingar gerð upptæk, af því að haldið var, að sumt í henni kæmi í bága við þrenningarlærdóm- inn. Og eins var farið með aðra bók um skorkvikindi (Insekter), af því að haldið var, að hún beindist að Jesúítum, með því að jafnmargir stafir eru í báðum orðunum »Jesuit« og »Insect«. I öllum löndum varð það títt að misbeita valdinu af pólit- iskum ástæðum. Á 17. öld er Algernoon Sidney (1622—83) háls- höggvinn á Englandi fyrir fáeinar setningar í óprentuðu handriti, sem fanst á heimili hans. Á 18. öld situr Christian Schúbart (1739—91) á Pýzkalandi í 10 ár í fangelsi fyrir fáeinar meinlausar háðvísur. Karl hertogi af Wúrtenburg hélt honum þar föstum og stakk á meðan í eigin vasa nokkrum þúsundum gyllina, sem goldnar voru í ritlaun fyrir útgáfu af kvæðum hans. Og meðal þeirra voru 1 Öllu, sem er í svigum (ártöl og skýririgar), er bætt við af þýðandanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.