Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 72
232 lendinga, einkum Dani, leika sig illa, þeir þoli þeim alls konar óhæfu við sig. Pegar Jón sterki hefir sagt frá róstum sínum og áflogum við Danskinn á Bakkanum, segir Sigurður lögréttumaður: spví miður er nú lítið orðið eftir af okkur íslendingum. Áður voru víkingar og önnur afarmenni hræddir við þá, en nú dregur hver sjóþvættingur dár að þeim.« Á síðasta áratug seinustu aldar bregður Einar Benediktsson upp ágætri mynd af fyrirlitning Dana á Islendingum og auð- mýktarlund vorri, er þeir eiga í hlut. í*að er á sigling með ströndum fram: Skipið er danskt og skipshöfn dönsk, yfirmaðurinn að minsta kosti, sá er við söguna kemur. Fjöldi farþegja er á skipinu og Danskurinn horfir á þá með fyrirlitning (»Alt var fult af frónska þarfagripnum — fyrirlitning skein af danska svipnum«). Einn far- þeginn (íslenzki) stendur við borðstokkinn og fitlar af rælni við böndin. Pá snarast einn yfirmaður skipsins að honum óvörum, hrindir honum frá og hrakyrðir hann um leið. Landinn tekur þessu þegjandi og hljóðalaust, sýnir meira að segja undirgefni sína á því, að hann hneigir sig fyrir gikknum (»Ytti úr vegi hart og hrakorð lagði — hinn fór undan, beygði sig og þagði. — Beggja á öllu þektust þjóðarmerki — þeirra ólík kjörin tvenn — hroki á aðra hönd með orku í verki — á hina bljúgir menn«). Pað er víðara en í skáldritum, að íslenzkir rithöfundar barma sér yfir því, að þeir gjaldi þjóðernis síns í útlöndum og það sé fyrirlitið. »Enginn hefir nokkurn tíma verið hræddur við það, að fyrirlíta mann eða skamma mann út, einungis ef hann var eða er Islendingur«, segir Benedikt Gröndal í Gefn. Og menn reka sig af tilviljun á kvartanir undan hlátrinum danska í ritgerð- um, þar sem engum myndi detta í hug að leita þeirra — og þykja næsta ótrúlegt, að þar væri rúm til handa þeim. Jón Hjaltalín, síðar landlæknir, hefir ritað grein í Ný Félagsrit 1843, »Um brennivínsofdrykkju«. Par segir hann frá einu, sem Dönum sé að hlátursefni um íslendinga: ^þegar drykkjumenn fjölga á Islandi, — — — — er hlegið að öllu niðri í Danmörku og haft í skemtisögum um drykkjuskap prestanna á íslandi og hvernig þeir líti út, þegar þeir séu að slarka dauðadrukknir í verzlunar- stöðunum« (N. Fél. 1843, 129). Eftir þessu hlæja Danir að ís- lendingum fyrir fleira en það, sem þeim þykir ankannalegt í fari þeirra og sniði á strætum og veitingahúsum Hafnar. Eað eru fleiri útlendingar en Danir, sem Islendingar þykjast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.