Eimreiðin - 01.09.1909, Qupperneq 72
232
lendinga, einkum Dani, leika sig illa, þeir þoli þeim alls konar
óhæfu við sig. Pegar Jón sterki hefir sagt frá róstum sínum og
áflogum við Danskinn á Bakkanum, segir Sigurður lögréttumaður:
spví miður er nú lítið orðið eftir af okkur íslendingum. Áður
voru víkingar og önnur afarmenni hræddir við þá, en nú dregur
hver sjóþvættingur dár að þeim.«
Á síðasta áratug seinustu aldar bregður Einar Benediktsson
upp ágætri mynd af fyrirlitning Dana á Islendingum og auð-
mýktarlund vorri, er þeir eiga í hlut. í*að er á sigling með ströndum
fram: Skipið er danskt og skipshöfn dönsk, yfirmaðurinn að minsta
kosti, sá er við söguna kemur. Fjöldi farþegja er á skipinu
og Danskurinn horfir á þá með fyrirlitning (»Alt var fult af frónska
þarfagripnum — fyrirlitning skein af danska svipnum«). Einn far-
þeginn (íslenzki) stendur við borðstokkinn og fitlar af rælni við
böndin. Pá snarast einn yfirmaður skipsins að honum óvörum,
hrindir honum frá og hrakyrðir hann um leið. Landinn tekur þessu
þegjandi og hljóðalaust, sýnir meira að segja undirgefni sína á því,
að hann hneigir sig fyrir gikknum (»Ytti úr vegi hart og hrakorð
lagði — hinn fór undan, beygði sig og þagði. — Beggja á öllu
þektust þjóðarmerki — þeirra ólík kjörin tvenn — hroki á aðra
hönd með orku í verki — á hina bljúgir menn«).
Pað er víðara en í skáldritum, að íslenzkir rithöfundar barma
sér yfir því, að þeir gjaldi þjóðernis síns í útlöndum og það sé
fyrirlitið. »Enginn hefir nokkurn tíma verið hræddur við það,
að fyrirlíta mann eða skamma mann út, einungis ef hann var eða
er Islendingur«, segir Benedikt Gröndal í Gefn. Og menn
reka sig af tilviljun á kvartanir undan hlátrinum danska í ritgerð-
um, þar sem engum myndi detta í hug að leita þeirra — og
þykja næsta ótrúlegt, að þar væri rúm til handa þeim. Jón
Hjaltalín, síðar landlæknir, hefir ritað grein í Ný Félagsrit 1843,
»Um brennivínsofdrykkju«. Par segir hann frá einu, sem Dönum
sé að hlátursefni um íslendinga: ^þegar drykkjumenn fjölga á
Islandi, — — — — er hlegið að öllu niðri í Danmörku og haft
í skemtisögum um drykkjuskap prestanna á íslandi og hvernig
þeir líti út, þegar þeir séu að slarka dauðadrukknir í verzlunar-
stöðunum« (N. Fél. 1843, 129). Eftir þessu hlæja Danir að ís-
lendingum fyrir fleira en það, sem þeim þykir ankannalegt í fari
þeirra og sniði á strætum og veitingahúsum Hafnar.
Eað eru fleiri útlendingar en Danir, sem Islendingar þykjast