Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 5
i65
ugt skáldskaparsamband við þessa gáfuðu og lærðu konungsdóttur.
Hann hafði verið hernuminn, var því næst ákærður um trúvillu
af níðingslegri vinkonu, og varpað í fangelsi. I þriðja sinn var
hann hneptur í dýflissu fyrir að bjarga lífi aumingja úr höndum
bogaskyttanna. Konungurinn einn varð til að leysa hann úr
nauðum.
Moliére varð líka herbergisþjónn, en hjá konungi sjálfum, og
kom honum það að liði, þegar bannað var að sýna leikrit hans
rTartuffe«. Að honum græddist vel fé, kom af því einu, að hann,
eins og Shakespeare, var alt í senn: leikari, leikhússtjóri og leik-
ritahöfundur.
Annars höfðu til þessa prentarar einir, útgeíendur og bók-
bindarar atvinnu af bókum, — þó því aðeins, að einkaleyfi kon-
unganna trygði þeim arðinn af sölunni. En höfundarnir höfðu
ekkert upp úr krafsinu. Og löngu seinna fá höfundarnir nokkrar
tekjur með því eina móti, að þeir fá einkaleyfi til tryggingar
þeim, líkt og sjá má framan á ritum þeirra Goethes og Schillers.
Jafnvel á dögum Loðvíks XIV. álitu höfundar það óhæfu að græða
á ritum sínum. Boileau kveður svo:
»Illa er mér við höfunda,
sem, leiðir á frægð og þyrstir í gull,
vista skáldgyðju sína hjá bóksala
og gera sér guðdómlega list að gróðavegi.«
Sama var uppi á teningnum hjá Byron, þegar hann byrjaði
að yrkja; hann neitaði þá að taka á móti ritlaunum, sem hann
seinna meir þurfti fyllilega á að halda.
Eigi sérstaklega að tiltaka tímabil, er konungar og þjóðhöfð-
ingjar álitu sér skylt að styðja framúrskarandi gáfur og hæfileika, þá
er mönnum tíðast að nefna öld Loðvíks XIV.; því þá var sú skoð-
un ofan á, að rithöfundar og listamenn ættu að fá laun eða bitl-
inga til framfærslu sér.
Og hve hörmuleg voru þó ekki kjör margra snillinganna um
þær mundir!
Pað voru alt annað en sældarkjör, sem La Bruyére (1645 —
96) átti við að búa í húsi Loðvíks hertoga af Bourbon; var þar
fyrst kennari, seinna til skemtunar, ætíð á lægstu skör settur.
Pað er ekki úr minni liðið, hvern aldurtila samþjónn hans, skáldið