Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 67
227
loga haturs og beizkju: »Kvölin, sem nísti hann, er nakinn hann lá —
og níðingahnúarnir gengu honum á — hún brennurí sonarins blóði.«
1888 orti Einar Benediktsson ljóðabréf til Pingvallafundar, er
þá var haldinn. Hann er þar sömu skoðunar og Gísli Brynjúlfs-
son, að ekkert hafi verið Islendingum slík ógæfa sem ófrelsið
danska: »Vér horfum á þá eymd og ólánsbann, — sem erlend
fávizka og harðstjórn vann. — Og þó að hörkur hungursneyð og
stríð, — þótt hundrað plágur dyndu yfir lýð — guðsgjöf, hjá
hlekknum, vóru hel og hríð.« Og Einar biður þjóðina, að gleyma
ekki, hverjir hörmungunum ollu: »Gleymdu ei, hver svefni þeim
þig svæfði — hungurs ár þín — tjón þitt, tár þín — týndi í
maurasjóð« (Islandsljóð). Það er eins og mönnum hafi aldrei
fundizt meira til en nú um, hvílíkan skaða vér höfum biðið af
einveídi Danastjórnar, er þrjú merkisskáld yrkja um það um
sama leyti. Eað eru bæði gamlar og nýjar sakir, er Einar Bene-
diktsson ber á Dani. Enn þá pretta þeir Islendinga í verzlun og
viðskiftum: Hann fer með menn inn í búð, þar sem það er eins og
skuggi liðinna alda liggi »lágt og þungt á hverjum svip.« Blá-
fátækur barnamaður leysti þar »ranga blóðskuld« — »blóðpening-
inn síðsta í höndum kreisti.« Og þá kemur vörufals Dana:
»Skráði forlög fast, að landinn þægi — fyrir kostagrip — svikið
þing af sérplægð danskri varið.« Enn eru Danir og óvinir frelsis
vors: »Með frelsis vors óvin á erlendri strönd—er óvit að kýtast
hér heima,« yrkir hann 1895 (á Þingvöllum).
Um þessar mundir (1897) hóf eitt skáldið baráttu fyrir
algerðum skilnaði Islands og Danmerkur. Pað var forsteinn Gísla-
son. Rökstuðning hans á þessarri miklu hugsjón er eftirtekta-
verð, því að af henni má marka, hve hann hefir talið óánægj-
una við Danastjórn djúpsetta í þjóðinni: »Sú skoðun hefir fyrst
og fremst það til síns ágætis, að hún fer fram á þau máls-úrslit,
sem allir íslendingar hljóta að telja heppilegri og æskilegri en öll
önnur. Kvartanir, sem gengið hafa hér í landi yfir Danastjórn
nær því alla þessa öld, væru annars uppgerðin tóm« (ísland I, 2.
tbl. 1897).
Enn kemur Matthías við söguna. Enginn íslendingur hefir
ritað eins margar blaðagreinar og hann í því skyni að eyða óvild
þeirra í garð Dana. En það held ég fortakslaust, að fáar konur
eigi sér ótrúrri elskhuga v »fjöilyndari«, eins og Sturlunga segir
um Snorra, en »hin góða danska meyja« á, þar sem Matthías er.
15