Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 70
230
Danskurinn við bölið bindur — og bitur tíð og ísalög« (S. B.
Benediktsson: Ljóðmæli 1905). ?á má og geta vísu Stephans G.
Stephanssonar 1908, er mig minnir, að sé svona: »Heldurvildi eg
vera frjáls — vita ei björg til næsta máls — heldur en vera æti
orðin — út við dönsku húsgangsborðin«.
Begar danskir virðingamenn heimsækja land vort og íslenzkir
höfðingjar fagna þeim með kvæðum og kampavíni, er dansk-
íslenzka brúargerðin ódáinsyrkisefni skáldanna. í skáldskapn-
um rákumst vér á frumhugmyndina 1875, í Thorvaldsens-
kvæði Steingríms, eins og lesendurnir muna. Pessi brúarkvæði
eru með sama merki brend og kúgunar-kveðskapurinn: Bau eru
óþarflega lík hvert öðru. Pegar danskur stúdentaflokkur kom til
Islands 1900, orti Einar Benediktsson: »Með góðum huga hafið
sjálft má brúa! — Til hamingju með öflug félagsböndU Kóngs-
sumarið, 1907, kvað Porst. Gíslason, að sundin milli Islands og
Sjálands væru ekki svo breið, að »brú samt eigi — úr bróðurhug
yfir þau leggja megi.« »Já, frændur byggjum brú, — úr alls-
herjaranda« o. s. frv., yrkir Matthías. En engu skáldanna verður
að yrkja um, hvað flytja eigi yfir brúna, né hvernig bróðurhugur-
inn eigi að birtast í þjóðfélagsstofnunum, verklegum framkvæmd-
um og andlegri menning.
Enn er eitt skáldið eftir, sem er samt ekki síztur, þótt hans
sé getið hér seinast — Grímur Thomsen. Mér tókst ekki að koma
skáldhesti hans inn í lestina. Hann verður því að tölta götuna á
eftir. Flestum myndi þykja það ólíklegt að óreyndu, að hann
hefði ort ónot um Dani. Hann var enginn frelsismaður, þótti
íhaldsmaður á þingum og stjórnarsinni. Hann fór og 17 ára til
Danmerkur. Á yngri árum átti hann meiri mök við Dani en títt
er um íslenzka stúdenta. Hann tók þá »mikinn og fjörugan þátt
í athöfnum Stúdentafélagsins danska. Svo hefir hann og sagt
þeim, er þetta ritar (Dr. Jóni Porkelssyni í Sunnanfara), að þau ár
hafi sér þótt indælust æfi sinnar«. Hann hófst til slíkra valda í
Danmörku, að hann réð nokkru um eina ráðaneytisskipun. Pó
virðist hann ekki hafa haft ákafa ást á Dönum. í kvæðabálkn-
um um Ólöfu ríku getur hann þess, að Danir hafi rofið frið á
Bretum, sakir hennar. Pá bætir hann þessu erindi við:
»Höfum þessu ei verið vanir, stríð við aðra að ættu Danir
vorum er það nýtt í sögum, íslands til að hlynna að högum.