Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 3
163 lofkvæði um harðstjórann, sem >velgjörðamann« þjóðar sinnar, er skáldið var neyddur til að yrkja. Mönnum stóð jafnan meiri ógn af háðinu en trúvillum og uppreistaranda og lögðu þyngri hegning við því. Jafnvel Voltaire fékk að kenna á því í afstöðu sinni til konunganna, bæði hjá Loð- vík XV. og Friðriki mikla. Ekki leið á löngu eftir að prentlistin var fundin, áður en komið var á ritskoðun um alla Evrópu, til þess aö sjá um að ekkert væri prentað, sem stjórnendunum geðjaðist ekki að. ?að er eitt dæmi þess, hve langt Milton var á undan sínum tíma, að hann mælti með því 1644, að öll ritskoðun væri afnumin. 50 árum seinna var hún líka afnumin á Englandi, en kom svo aftur tvíefld. Svo liðu enn full 100 ár, áður kviðdómum var falið að dæma í öllum málum útaf blaðagreinum á Englandi, árið 1794. í Bandaríkjunum komst prentfrelsi á fjórum árum fyr (1790). Á Frakklandi komst það á um sama leyti, í byltingunni miklu, var svo úr lögum numið af Napóleon, en komst á aftur 1814. Ekki kom frelsisbaráttan á Pýzkalandi. svo kallaða (gegn Napóleon), neinu prentfrelsi á þar. 1819 var þar alstaðar innleidd ritskoðun til að verjast hættulegum kenningum, og 1835 var ekki nóg með það, að bækur Heinrich Heines og »hins unga Pýzka- lands« væru bannfærðar, heldur var á Prússlandi bannið líka látið ná til allra þeirra rita, er Heine kynni framvegis að semja. Bannað var og að nefna nöfn þessara höfunda á prenti, eins og gert er enn í dag á Rússlandi, þegar koma á manni þar á kné. Á afturhaldsárunum eftir 1850 var alstaðar þröngt að prent- frelsi blaðanna. Hvert pólitiskt tækifæri var gripið til þess, að gefa út ný kúgunarlög. II. Meðan þannig var farið með rithöfundana sem hættuleg skað- ræðisdýr, svo að nauðsynlegt þótti að hafa öflugar sóttvarnir gegn spillingu og skemdum af ritum þeirra, var stjórnum og þjóðfélag- inu auðvitað ekki sérlega ant um að tryggja þeim lífsviðurværi. Reyndar höfðu rit þeirra oft og einatt beint peningagildi. En mönnum skildist ekki, að þeir ættu sjálfir nokkurn rétt á neinum arði. Höfundarréttur var hvorki nefndur á nafn í lögum Róm- verja né á miðöldunum. En eftir að prentlistin var fundin, varð 11*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.