Eimreiðin - 01.09.1909, Page 3
163
lofkvæði um harðstjórann, sem >velgjörðamann« þjóðar sinnar, er
skáldið var neyddur til að yrkja.
Mönnum stóð jafnan meiri ógn af háðinu en trúvillum og
uppreistaranda og lögðu þyngri hegning við því. Jafnvel Voltaire
fékk að kenna á því í afstöðu sinni til konunganna, bæði hjá Loð-
vík XV. og Friðriki mikla.
Ekki leið á löngu eftir að prentlistin var fundin, áður en
komið var á ritskoðun um alla Evrópu, til þess aö sjá um að
ekkert væri prentað, sem stjórnendunum geðjaðist ekki að.
?að er eitt dæmi þess, hve langt Milton var á undan sínum
tíma, að hann mælti með því 1644, að öll ritskoðun væri afnumin.
50 árum seinna var hún líka afnumin á Englandi, en kom svo
aftur tvíefld. Svo liðu enn full 100 ár, áður kviðdómum var falið
að dæma í öllum málum útaf blaðagreinum á Englandi, árið 1794.
í Bandaríkjunum komst prentfrelsi á fjórum árum fyr (1790). Á
Frakklandi komst það á um sama leyti, í byltingunni miklu, var
svo úr lögum numið af Napóleon, en komst á aftur 1814.
Ekki kom frelsisbaráttan á Pýzkalandi. svo kallaða (gegn
Napóleon), neinu prentfrelsi á þar. 1819 var þar alstaðar innleidd
ritskoðun til að verjast hættulegum kenningum, og 1835 var ekki
nóg með það, að bækur Heinrich Heines og »hins unga Pýzka-
lands« væru bannfærðar, heldur var á Prússlandi bannið líka látið
ná til allra þeirra rita, er Heine kynni framvegis að semja.
Bannað var og að nefna nöfn þessara höfunda á prenti, eins og
gert er enn í dag á Rússlandi, þegar koma á manni þar á kné.
Á afturhaldsárunum eftir 1850 var alstaðar þröngt að prent-
frelsi blaðanna. Hvert pólitiskt tækifæri var gripið til þess, að
gefa út ný kúgunarlög.
II.
Meðan þannig var farið með rithöfundana sem hættuleg skað-
ræðisdýr, svo að nauðsynlegt þótti að hafa öflugar sóttvarnir gegn
spillingu og skemdum af ritum þeirra, var stjórnum og þjóðfélag-
inu auðvitað ekki sérlega ant um að tryggja þeim lífsviðurværi.
Reyndar höfðu rit þeirra oft og einatt beint peningagildi. En
mönnum skildist ekki, að þeir ættu sjálfir nokkurn rétt á neinum
arði. Höfundarréttur var hvorki nefndur á nafn í lögum Róm-
verja né á miðöldunum. En eftir að prentlistin var fundin, varð
11*