Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 60
220
I’etta er líka hvöt! Pá fór Símon Dalaskáld að yrkja um stjórn-
mál og Dani. Pað sýnir, hve gagntekin þjóðin hefir verið af kúg-
un þeirra (Jón Ólafsson segir við íslendinga í »Áfram«. »Pið
hugsið, að danskurinn hamli okkur alls« en kveður slíkt upplogna
afsökun). Hann (Símon) segir, að við þurfum líka skorður ramm-
ar reisa rangri(!) Danakúgun við (Smámunir III). Hann yrkir líka
um, hve Fjallkonan sé illa leikin af Dönum (»Eins og gömul ertu
frilla — orðin kæra móðurlóð — aumleg Dana undirtylla —, er
þitt drukku hjartablóð«, Freyja 1874).
Pá báru menn og hinn mesta heiftarhug til konungkjörinna
embættismanna og sporgöngumanna þeirra, af því að þeir fylgdu
Dönum að málum. (Smbr. vísur séra Björns Halldórssonar: »Eg
er konungkjörinn — kross og nafnbót fæ«------------»Fyrir danska
sæmd og seim sel ég íslenzkt blóð«). Petta hatur ryðst út með
heljarkrafti í Islendingabrag Jóns Ólafssonar. Par vill hann senda
höfuðskepnurnar og alla náttúruna, sævarbrimið, fossana og fjöll-
in, á þá að kvelja þá, og jafnvel stráin á jörðunni eiga að hjálpa
til að pína þá (»Bölvi þeim ættjörð á deyjanda degi — daprasta
formæling ýli þeim strá, en brimrót, fossar, fjöllin há, veiti frið
stundarlangan þeim eigi. — Frjáls því að Islands þjóð — hún
þekkir heims um slóð —, ei djöfullegra dáðlaust þing — en
danskan Islending«).
Bjarni hélt, að danskir íslendingar væri ekki að neinu verðir.
Jón hyggur, að andskotalegri skussa geti ekki um víða veröld. —
En það væri fróðlegt að vita, hvort Jón hefði lesið níðsönginn
í Manfreð, áður en hann orti þetta aflmikla erindi.
Um þessar mundir rituðu tvö íslenzk skáld mikið um við-
skifti vor og Dana. Pað voru þeir jafnaldrarnir Gísli Brynjúlfs-
son og Benedikt Gröndal. Gísli ritaði í dönsk blöð, »Fædre-
landet« og »Berlingske Tidende«. Hann brýst þar um á hæl
og hnakka með hamagangi og ákafa að sýna Dönum fram á, að
forusta Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðissókn Islendinga hafi valdið
hinum mestu 'firinvillum og glundroða. Hann kallar Jón stór-
snilling í að rugla og þvæla (En stor Mester i Konfusionskun-
sten). Pótt sumt sé skarplegt í greinum þessum, innanum allan
vaðalinn og útúrdúrana, er samt raun að vita til þess, að tslend-
ingur hefir ritað þær. Hann blygðast sín ekki fyrir að rægja Jón
við Dani. Hann þýðir ummæli hans um þá, þar sem er óvin-
gjarnlega að orði komist í garð þeirra. Enginn Dani getur talað