Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 44
204 að verða þeim gróði og gæfa. Pað er því ekki einskisvert, að menn viti, hvað satt er í þessu efni, er kveða á um samband Is- lendinga og Dana. Tildrög ritgerðar þessarrar eru þau, að mér hefir gramist óheilindi sumra stjórnmálamanna vorra við Dani. Pað ætti að vera óhægra að skrökva til um hugarþel Islendinga í garð þeirra, er það er rannsakað, þótt rannsóknin sé ekki nema æði ófullkomin. það er ógaman — eða ætti að vera — að þræta fyrir svarta bókstafina á hvítum pappírnum. Pað er reyndar ekki ætlun mín að rökræða hér, það sem á að vera, heldur segja frá því, sem er og var. Pótt rosknir og reyndir stjórnmála- menn kunni að brosa að barnaskapnum, get ég þess samt, að vér ættum í viðureign vorri við Dani að fara að góðri og gamalli for- sögn: að segja satt. Hitt er líka rétt, að oft er þögnin þjóð- ráð. Pað er því miður fullreynt, að engin vanþörf er á að taka þetta fram. Pegar oss líkar viðskiftin vel, segjum vér það smjað- urlaust. Pegar oss þykir fyrir við þá, segjum vér þeim það, með hógværð og kurteisi, en uppréttir og upplitsdjarfir, hvort heldur fyrir framan hásæti konunglegrar hátignar eða upp í opið geðið á einhverjum ráðherranum, ef svo ber undir og þörf er á. En ef oss rennur einhvern tíma í skap, er samt vel að minnast venju eins hins mesta mikilmennis og stjórnskörungs, er norrænar sögur segja frá. Eg á við Harald hárfagra. Hann var mikill skapmaður. Samt segir Snorri, að hann hafi stilt sig jafnan, er hann reiddist, »ok leit á sakar óreiðr.« Pótt þjóðardrenglund sé í litlum met- um, enn sem komið er, er hún samt ein dygðadísin, er á að vera oss »fáum, fátækum, smáum, líkn í lífsstríði alda«. II. Vér tökum kvæði Bjarna Thórarensens fyrst ofan úr bóka- skápnum, hlaupum yfir æfisögu og formála og byrjum á ljóð- mælunum. Á fyrstu blaðsíðunni rekumst vér á kvæði, sem hvert íslenzkt mantisbarn kann eitthvað úr utan bókar og sungið er í hverju íslenzku gildi, hvar sem er á hnettinum, hvort sem vín- neytendur setjast við rjúkandi púnsskál eða góðtemplarar gæða góm og kverkum á tollfrjálsum svartabjór eða gulu sítrónvatni. Pað er þjóðsöngurinn Eldgamla ísafold. Sá hefir ekki borið hlýj- an hug til Dana, er orti slíka afskræmislýsing á jafnsvipfríðu landi og Danmörku og þykir sem það sé bæði »neflaust« og »augna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.