Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Side 44

Eimreiðin - 01.09.1909, Side 44
204 að verða þeim gróði og gæfa. Pað er því ekki einskisvert, að menn viti, hvað satt er í þessu efni, er kveða á um samband Is- lendinga og Dana. Tildrög ritgerðar þessarrar eru þau, að mér hefir gramist óheilindi sumra stjórnmálamanna vorra við Dani. Pað ætti að vera óhægra að skrökva til um hugarþel Islendinga í garð þeirra, er það er rannsakað, þótt rannsóknin sé ekki nema æði ófullkomin. það er ógaman — eða ætti að vera — að þræta fyrir svarta bókstafina á hvítum pappírnum. Pað er reyndar ekki ætlun mín að rökræða hér, það sem á að vera, heldur segja frá því, sem er og var. Pótt rosknir og reyndir stjórnmála- menn kunni að brosa að barnaskapnum, get ég þess samt, að vér ættum í viðureign vorri við Dani að fara að góðri og gamalli for- sögn: að segja satt. Hitt er líka rétt, að oft er þögnin þjóð- ráð. Pað er því miður fullreynt, að engin vanþörf er á að taka þetta fram. Pegar oss líkar viðskiftin vel, segjum vér það smjað- urlaust. Pegar oss þykir fyrir við þá, segjum vér þeim það, með hógværð og kurteisi, en uppréttir og upplitsdjarfir, hvort heldur fyrir framan hásæti konunglegrar hátignar eða upp í opið geðið á einhverjum ráðherranum, ef svo ber undir og þörf er á. En ef oss rennur einhvern tíma í skap, er samt vel að minnast venju eins hins mesta mikilmennis og stjórnskörungs, er norrænar sögur segja frá. Eg á við Harald hárfagra. Hann var mikill skapmaður. Samt segir Snorri, að hann hafi stilt sig jafnan, er hann reiddist, »ok leit á sakar óreiðr.« Pótt þjóðardrenglund sé í litlum met- um, enn sem komið er, er hún samt ein dygðadísin, er á að vera oss »fáum, fátækum, smáum, líkn í lífsstríði alda«. II. Vér tökum kvæði Bjarna Thórarensens fyrst ofan úr bóka- skápnum, hlaupum yfir æfisögu og formála og byrjum á ljóð- mælunum. Á fyrstu blaðsíðunni rekumst vér á kvæði, sem hvert íslenzkt mantisbarn kann eitthvað úr utan bókar og sungið er í hverju íslenzku gildi, hvar sem er á hnettinum, hvort sem vín- neytendur setjast við rjúkandi púnsskál eða góðtemplarar gæða góm og kverkum á tollfrjálsum svartabjór eða gulu sítrónvatni. Pað er þjóðsöngurinn Eldgamla ísafold. Sá hefir ekki borið hlýj- an hug til Dana, er orti slíka afskræmislýsing á jafnsvipfríðu landi og Danmörku og þykir sem það sé bæði »neflaust« og »augna-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.