Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 28
188
Seinni grein í sama tón, um skilnabarstefnu Pingvallafundar-
ins, tók íÞjóöviljinn* (31. maí), en hina sá hann sér ekki fært aö
birta, með því að ritstj. kemur þar nokkuð við sögu. ÍÞjóðvilja-
greininni eru leidd rök að því, að bæði hafi þjóðin við sjálfstæðis-
samþyktir sínar á landsmálafundum 1907 alls ekki verið fráhverf
skilnaðarbaráttu, ef eigi tækjust fullveldissamningar við Dani —
og var það að vonum, þar sem slíkt mun hennar insta ósk —,
og á Pingvallafundinum 29. júní s. á. hafi kosnir fulltrúar úr
nærri öllum héruðum landsins (og einn þeirra var Björn Jónsson
sjálfur) samþykt ákveðna yfirlýsing um það, að skilnaður, og
ekkert annað en skilnaður, væri fyrir höndum, ef Danir
þverskölluðust — svo sem nú er raun á orðin. Ályktunin kemst
þannig að orði, að futidurinn telji (einróma)
»eigi annað fyrir höndum en skilnað landanna, ef eigi nást
slíkir samningar, sem nefndir vóru< (0: viðurkenning á full-
veldi landsins í sambandinu).
Pótt flestum muni virðast svo sem þessi orð verði ekki mis-
skilin, hefir þó »ísafold« (5. júní), stjórnarblaðið, eigi viljað kann-
ast við þann skilning, er sjálfsagður er, sem sé, að okkur beri nú,
er við náum ekki rétti okkar með Dönum, að keppa hiklaust að
skilnaðartakmarkinu, — þann skilning, sem sjálfstæðismenn vitan-
lega hafa aðhylst með því að samþykkja ályktunina og taka hana
að sér. Grein Isaf. virðist Einar Hjörleifsson hafa skrifað, en
hann hafði orð fyrir flutningsmönnum tillögunnar á Pingvf., án
þess að hann skýrði merkingu hennar á annan hátt en hér er
gert. Blaðið, er shyggur sjálfstæðisflokkinn á þingi vera sér sam-
mála«, segir það vera »hina mestu fjarstæðu« að hefja skilnaðar-
baráttu (og í síðara nr. = »að ganga af vitinu«!); ætti ísaf. þó
að muna, að hún er orðin »stjórnarblað« einvörðungu fyrir þær
sakir, að hún á síðustu tímum hefir setið við það heygarðshornið,
er hún nú telur »fjarstætt«. Er svo að sjá, sem hún nú vilji
þjarka við Dani um alla eilífð og svo grandgæfilega hefir hún
hausavíxl á hlutunum, að hún segir, að »menn hafi enn ekki
hugsað sér skilnaðarbaráttu annan veg en sem neyðarúrræði,
þegar öll önnur sund að rétti okkar væru lokuð.« Hvað er þá
takmarkið ? Auðvitað sambandið við Dani! Rétt eins og hvert
einasta mannsbarn á landinu, sem um þetta mál hefir hugsað í
sjálfstæðisáttina (og fyrir hinum hefir það sennilega vakað óafvit-
andi), hafi ekki álitið stefnuna vera gersamlega gagnstæða þessu!