Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 64
224
an mann, •— sem framför sannasta þekkir, — sem landslýðinn
bætir og berst fyrir hann« o. s. frv. Ættjarðarástin er einmitt
svona. Pað er ef til vill ekkert, sem sýnir eins vel hugarþel
manna í garð þjóðar sinnar, og það, hvert skap þeir bera til
þeirra, sem vinna eða hafa unnið henni sæmd eða gagn á ein-
hvern hátt. Er ekki ólíklegt, að Steingrímur hafi haft Jón Sigurðs-
son meðfram í huga, er hann orti þessi vísuorð.
Páll Olafsson hefir kveðið kvæði þjóðhátíðarárið. Pað er
merkitegt, af því að þar er lýsing á frelsisfögnuði þjóðarinnar.
fað hoppar og skoppar, dansar og leikur af kætinni og fjörinu.
Eg get ekki skorið úr, hve rétt lýsingin er á sögulega vísu, en bendi
á þessi hlæjandi sigurhróssljóð:
»Nú er ísafoldin frjáls,
fjöll og dalir, vötn og skógar,
alt tekur nú eins til máls:
Ogn er gott að vera frjáls.
Fellur eitt um annars háls
af unaði til lands og sjóar.
Allir synir ísalands
eru frjálsir nú og dætur.
Lofið gæzku gjafarans,
góðu börnin ísalands.
Föllum nú á fótskör hans,
frelsissól er skína lætur.«
Ástæðan til slíkra fagnaðarláta er sú, að nú er ánauð margra alda
loksins létt af:
»Eftir þungan þrældómsblund
þjóð er runnin frelsisdagur.«
Á slíkum gleðistundum eru menn sáttir við guð og alla til-
veruna. Um þetta leyti gerðist og fleira til þess en stjórnar-
skráin, að draga úr óvildarhug íslendinga til Dana. Konungur
kom til Islands með mörgu dönsku stórmenni. Hafnarbúar gáfu
Reykvíkingum standmynd af Albert Thorvaldsen. En skrítið er
það samt, að þjóðhátíðarsumarið dettur Matthíasi í hug, að þjóð-
irnar skilji að lokum, að skiftum. En auðvitað er honum, jafn-mjög-
elskandi manni, umhugað um, að það gerist í bróðerni (»samskifta
vorra sé endir — bróðurlegt orð«). Dreymdi Matthías um skilnað-
inn ? 1875 sést greinilega sáttfýsi sumra íslendinga við Dani.
»Pú ert sómi og sættir tveggja landa«, kveður Matthías 1875 um
Thorvaldsen, við afhjúpun myndarinnar á Austurvelli. Nú er eins
og sumir vilji gleyma fornum fjandskap og óski, að þjóðirnar
tengist trygðaböndum: »Nú skal sett í sögur: Snæland og Dan-
mörk festu trygðabönd«, segir Matthías í sama sinn. Steingrím-