Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 14
174 Um að ganga framhjá. Úr »Also sprach Zarathústm« eftir FRIEDRICH NIETZSCHE. Meðal margra þjóða og um margháttaðs bæi lágu leiðir Zara- þústra, er hann sneri aftur upp á fjall sitt. Og sjá, þá kom hann að hliði stórborgar. Þar kom fífl með æringjalátum hlaupandi í veg fyrir hann. fað var vant að stæla Zaraþústra og talaði nú þannig til hans: »Zaraþústra, hérna er stórborgin; hér hefurðu einkis að leita og alls að missa. Því viltu vera að vaða um þessa for? Vorkendu fæti þínum. Hræktu heldur á borgarhliðið og — snúðu við. Hér er helvíti sjálft fyrir einslegar hugsanir, hér eru stórar hug- myndir soðnar niður lifandi og seyddar í mauk. Hér visna allar stórar tilfinningar, hér skijáfa aðeins skraufþurrar smátilfinningar. Finnurðu ekki þefinn, sem leggur úr sláturhúsum og soðkötlum andans? Leggur ekki dauninn úr sálnaslátrinu, fyrir vit þín, út úr bænum ? Sérðu ekki sálirnar hanga þar eins og sauruga, lina töturleppa? Og úr þessum leppum eru blöðin gerð. Heyrirðu ekki, hvernig andinn, sálin, hér er orðin að orðaleik? Viðbjóðslegt orðaskólp og orðaskol. Og þó gera þeir blöð úr þessu orðaskólpi. feir æsa hver annan, og vita ekki til hvers. Þeir hringla pjátr- inu, þeir hringla gullinu. Þeim er kalt, og leita sér hita í brendu víni; þeim er heitt, og þeir leita kulda í frosnum sálum; allir eru þeir sísjúkir og sísækjandi eftir almenningsáliti og opinberum skoðunum. Allir lestir og allar girndir eiga hér heima; en hér eru líka dygða- ljós, mikið af uppgerðar og látalætis dygð. Fingur þeirra eru blekugir, og hold þeirra er hart að aftan, af að sitja og bíða eftir brjóstkrossum. »Að ofan« drýpur krossinn og hinn náðugi hráki; upp þangað langar hvert krosslaust brjóst. Tunglið snýst um jörðina, þannig snýst konungurinn um hið allra- jarðneskasta, sem sé gullið. Ég særi þig við alt, sem bjart er og sterkt og gott í þér, Zara- þústra, hræktu á þessa krambúðarborg og snúðu aftur. Hér rennur alt blóð hálfvolgt og letilega og froðukent um allar æðar; hræktu á stórborgina, sem er hlaðvarpinn, þar sem allur óþverri rennur saman. Hræktu á borgina með þröngum sálum, mjóum brjóstum, saman- kipruðum augum, og klestum fingrum.s Nú tók Zaraþústra fram í fyrir honum, og kallaði: sHættu þessu, mér býður við tali þínu og við þinum líkum. Því bjóstu svo lengi í forinni, að þú varðst sjálfur að froski og að pöddu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.