Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 27
i»7 hefir talað hér: Keppa aö því, að losa um sambandið, í staðinn fyrir að treysta það. Pess er nú skylt að geta, að um það leyti, er B. J. var að leggja á stað héðan heimleiðis, sendi hann út yfirlýsing um það, að ýmislegt væri aflagað í samtölunum, og hefði hann ekki talað sum orðin á þann hátt og þau vóru eftir honum höfð; á móti þessu hafa blaðamenn fullyrt, að rétt væri farið með efni málsins. I þessu bréfi lýsir Björn ráðgjafi svo yfir því, að það sé aðeins skilnaður »nú sem stendur«, er hann telji fávizku. Petta bætir að vísu dálítið úr skák, en margt og mikið af ummælum hans stend- ur eftir enn óhaggað, því miður. Og víst er, að hann hefir farið með fleipur; getur verið, þótt ótrúlgt sé, að hann hafi haldið, að þetta mundi verða til góðs og vinna Dani á okkar mál; en hon- um hefði átt að vera það ljóst, að þetta var að fara þvert úr leið og vísastur vegur til að eyða öllum þesskonar líkum. Danir óttast »skilnað«, en því »vopni« var brott varpað, og var þá eigi að vonast eftir tilslökun, er þeir og vóru fræddir um, að við gætum ekki án þeirra verið(!). — Til þess að senda fyr út mót- mæli sín hefir B. J. sjálfsagt skort tíma — því að þótt tómstundir væru nægar til þess, að sinna hverjum fréttasnata frá dönskum blöðum, þá mátti hvorki hann né hinir 2 forsetarnir vera að því, að sækja stúdentafund Islendinga hér, enda þótt fundartíma væri hagað eftir því, sem mönnunum var mest að hentugleikum, En nú verða íslendingar að átta sig á, hvort þeir geta þolað þá stjórn, sem nokkurt augnablik dirfist að hugsa til að afneita líftaug sjálfstæðismálsins, sem er og verður skilnaður. Að minsta kosti ætti íslenzka þjóðin héðan af að forðast að að senda »nefndir« til Danmerkur; þær virðast gera okkur heldur lítinn sóma. Víst er svo, að þjóðin sjálf er ekki stór, en það eru sorgleg sannindi, að leiðtogar hennar eru að hlutfalli enn- þá minni, en hún er lítil til. Huggunin er samt, að svo er henni í skinn komið, að þeir geta ekki, hvernig sem alt veltist, farið með sjálfstæði hennar. Hversu hrifnir sem þeir eru af samband- inu við Dani, getum við óhultir reitt okkur á orð Gröndals, að »ísland draga þeir aldrei þó yfir þrjú hundruð mílna sjó út í Danmörk«. * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.