Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 27

Eimreiðin - 01.09.1909, Síða 27
i»7 hefir talað hér: Keppa aö því, að losa um sambandið, í staðinn fyrir að treysta það. Pess er nú skylt að geta, að um það leyti, er B. J. var að leggja á stað héðan heimleiðis, sendi hann út yfirlýsing um það, að ýmislegt væri aflagað í samtölunum, og hefði hann ekki talað sum orðin á þann hátt og þau vóru eftir honum höfð; á móti þessu hafa blaðamenn fullyrt, að rétt væri farið með efni málsins. I þessu bréfi lýsir Björn ráðgjafi svo yfir því, að það sé aðeins skilnaður »nú sem stendur«, er hann telji fávizku. Petta bætir að vísu dálítið úr skák, en margt og mikið af ummælum hans stend- ur eftir enn óhaggað, því miður. Og víst er, að hann hefir farið með fleipur; getur verið, þótt ótrúlgt sé, að hann hafi haldið, að þetta mundi verða til góðs og vinna Dani á okkar mál; en hon- um hefði átt að vera það ljóst, að þetta var að fara þvert úr leið og vísastur vegur til að eyða öllum þesskonar líkum. Danir óttast »skilnað«, en því »vopni« var brott varpað, og var þá eigi að vonast eftir tilslökun, er þeir og vóru fræddir um, að við gætum ekki án þeirra verið(!). — Til þess að senda fyr út mót- mæli sín hefir B. J. sjálfsagt skort tíma — því að þótt tómstundir væru nægar til þess, að sinna hverjum fréttasnata frá dönskum blöðum, þá mátti hvorki hann né hinir 2 forsetarnir vera að því, að sækja stúdentafund Islendinga hér, enda þótt fundartíma væri hagað eftir því, sem mönnunum var mest að hentugleikum, En nú verða íslendingar að átta sig á, hvort þeir geta þolað þá stjórn, sem nokkurt augnablik dirfist að hugsa til að afneita líftaug sjálfstæðismálsins, sem er og verður skilnaður. Að minsta kosti ætti íslenzka þjóðin héðan af að forðast að að senda »nefndir« til Danmerkur; þær virðast gera okkur heldur lítinn sóma. Víst er svo, að þjóðin sjálf er ekki stór, en það eru sorgleg sannindi, að leiðtogar hennar eru að hlutfalli enn- þá minni, en hún er lítil til. Huggunin er samt, að svo er henni í skinn komið, að þeir geta ekki, hvernig sem alt veltist, farið með sjálfstæði hennar. Hversu hrifnir sem þeir eru af samband- inu við Dani, getum við óhultir reitt okkur á orð Gröndals, að »ísland draga þeir aldrei þó yfir þrjú hundruð mílna sjó út í Danmörk«. * * *

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.