Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 15
!75
Rennur ekki sama froðublóðið í æðum þínum, fyrst þú ert farinn
að arga og kýta, eins og borgarbúarnir?
. Í’ví fórstu ekki í skóginn? eða plægðir akurinn? Eru ekki grænar
eyjar í hafinu?
Ég fyrirlít þína fyrirlitning. f’ú ert að aðvara mig, en því varaðirðu
ekki sjálfan þig?
Af ástinni einni skal mín fyrirlitning rísa, en ekki úr forinni.
Þú ert kallaður eftirherma mín, en ég kalla þig rýtandi svín mitt;
með rýti þínu skemmir þú fyrir mér lof mitt um heimskuna.
Hvað kom þér þá fyrst til að rýta? Að enginn flaðraði og
smjaðraði nóg fyrir þér. Og svo rýtir þú í hefndarskyni.«
Þannig mælti Zaraþústra; og hann horfði á hina miklu borg,
stundi við og þagði lengi. Loks mælti hann þessum orðum:
»Mér býður líka við þessari stórborg, ekki síður en við fífli þessu.
Hjá hvorugu þeirra getur neitt batnað eða versnað.
Vei þessari stórborg! — ég vildi ég sæi nú þegar eldstólpann, sem
hún á að brenna upp í.
Því slíkir eldstólpar verða að koma á undan hinni miklu dagsbirtu.
En þetta bíður síns tíma, sinna forlaga og álaga.
Með þeirri kenningu kveð ég þig, flflið þitt: þar sem þú getur
ekki elskað, þar skaltu ganga framhjá.«
Þannig mælti Zaraþústra og gekk framhjá fíflinu og stórborginni.
Þýtt hefur
JÓN STEFÁNSSON.
Kímnismolar.
Ekki þeir Hansar. Bóndi nokkur, sem hét Hans Harri. var
einu sinni að hæla sér af því við annan bónda, sem hét Jón, að hann
væri skyldur kónginum.
xÞví trúi ég ekki,« sagði Jón.
»!>ví ekki það? Ég heiti þó Hans Harri, en kóngurinn heitir
Hans Hátign.«
»0, sussu nei, það eru ekki þeir Hansar, sem þú ert í ætt við,
það eru alt aðrir Hansar. Það eru Hansarnir, sem talað er um í
tíunda boðorðinu: Hans Uxi og Hans Asni.«
Onnur fræði. Dóttirin: »Mamma, nú ætla ég að fara að
læra bæði sálarfræði, lífeðlisfræði, líífræði og . . . .«
Móðirin: »Nei, Gunna mín, nú skaltu fyrst og fremst fara að
læra matreiðslufræði, þvottafræði, pijónafræði og saumafræði.
Seinvirkt eitur. Læknir nokkur var f samkvæmi að útlista
fyrir mönnum, að kaffi væri seinvirkt eitur. — »Já, seinvirkt er það,«