Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 40
200
að háskólamennirnir ráði miklu um almenningsálit og almanna-
vilja með jafnfámennri þjóð og Islendingum. En því miður brast
hann kunnugleik á málefnum. Hann vissi, að Danir áttu herskip
norður undir lslandsströndum, er verðu þessa fátæku og magn-
litlu eyjarskeggja fyrir ágangi og ójöfnuði útlendra sjómanna og
óþjóðalýðs. Pessu yrðu þeir ef til vill harla fegnir og þannig
væri þeim bætt einokunarböl liðinna tíma og skerðing á sjálfs-
forræði sínu. »En þá er Islendingum öðruvísi farið en flestum
mannlegum verum,« hugsaðist honum, »ef það fær ekki meira á
þá, er þeim þykir sér illa gert, en það, sem þeir telja sér vel
gert, og eru minnugri á það.« En hann sá, að hann var svo
ófróður um málið, að hann með hugsun einni gæti ekki aflað sér
áreiðanlegrar vitneskju um það.
»það væri annars nógu gaman, ef einhver íslenzkufróður Dani
rannsakaði þetta og semdi ritgerð um það,« hvíslaði eitthvað inn-
an í honum, þegar veitingaþjónninn hafði nýhjálpað honum í yfir-
höfnina og hann gekk út veitingahúsgólfið.
Ég hefi stundum heyrt íslendinga þrátta um, hvort Dana-
hatur væri til á íslandi. Mér hefir þá reynst svo, sem þeir rif-
ust oftar um, hvort þeir ættu að hata þá eða ekki, hvort það
væri rétt eða rangt, viturlegt eða óviturlegt. fað minnir ofurlítið
á karlinn, sem spurði: »á ég að reiðast?« — það var sprengt
fúlegg framan í hann —, eða prófastinn, sem sagði: »ég álít, að
menn eigi að vera skynsamir.« Pað er siðferðisþáttur málsins, er
menn virðast hafa mestan hug á, þótt slíkt bregðist í skrítið líki.
Hitt hirða menn ekki um, að ganga upp á sjónarhóla sálarfræði
og sögu og horfa á leika íslendinga og Dana þaðan. Fæstir
reyna að hugsa þetta efni, sem Daninn, er ég sagði frá áðan,
ekki dýpra en hann lagðist þó. í Andvara 1896 er grein eftir
Einar Hjörleifsson: Um ættjarðarást. Hann víkur þar
nokkrum orðum að Danahatrinu. Af því að sá hugvekjustúfur er
ágæt auðkenning á orðasennum manna um þetta atriði, tilfæri ég
hann hér: »0g svo eigum vér svo örðugt með að uppræta úr
hugum vorum áhrifin af endurminningum frá fyrri öldum um út-
lenda kúgun og ofbeldi. Pau áhrif koma einkum fram sem Dana-