Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 61
221 dansklundaðra, en hann gerir þar, t. d. þar sem hann stiklar á van- þakklæti Jóns við Dani, því að hann eigi stjórninni dönsku mörg góðverk upp að unna. Hann þýðir orð Arnljóts um Jón, að hann væri búsettur í Danmörku, sæmdur dönsku tignarmerki, klæddist dönskum klæðum og lifði á dönsku fé. Og hann skrifaði þessar greinar, meðan Jón sat í forsæti heima á alþingi og gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér, fyr en seint og síðar meir. Hann hælir samt Jóni í aðra röndina. Hann segir, að sér hafi oft dott- ið í hug um hann, það sem sagt er í sögunni: »Honum var alt höfðinglegast gefið«. — Það á ekki heima hér að rekja né rann- saka stjórnmálatillögur þeirra Gröndals og Gísla. Hér kemur ekki annað við söguna en það, sem þeir rituðu um Dani. Gísli segir berum orðum, að óstjórn sé og hafi verið á landinu, og verði hún að hverfa sem bráðast. En hann afsakar alt: Danir eru ókunnugir heima. Hann segir, að það eitt skorti á veglyndi þeirra við Island, að þá bresti þekking á landsháttum og þjóðar- högum. Pá mundi réttlætis þeirra við oss gæta enn meira, ef úr því yrði bætt.5) Gröndal ritaði í Gefn. Hann ræðst líka á Jón Sigurðsson og reynir að mýkja skap Islendinga við Dani. Raunar hefir honum lítið skánað í skapi við blaðamennina síðan 1866: »Vér gleymum því öldungis ekki, að danskir blaðamenn hafa gengið vel fram í því að egna lslendinga upp á móti Dönum, því það var um tíma, að aldrei kom hér neitt í blöðin um Island ritað nema með skömmum og skætingi.«-----------»En blöðin eru hvorki Danir né stjórnin — þessi tröllskessa, sem þjóðernismennirnir eru búnir að afmála svo ógurlega, sem allir vita. Sérhver artíkúli er ritaður af einum einstökum manni, en ekki af þjóðinni, sem við honum tekur«. Hann segir nákvæmlega hið sama sem Gísli Brynjúlfs- son: Danir eru ókunnugir á Islandi. Af því, en ekki af illvild þeirra, leiðir alla óstjórnina og vandræðin«. Gröndal segir dæmi þess, að sumir íslendingar hafi rangar hugmyndir um land sitt og eðli þess: »Er þá nokkur furða, þó Danir viltust, sem eru í 300 mílna fjarlægð og ekkert höfðu að styðjast við nema tómar sjómannasögur og kaupmannalygar ? l’að er sú grundvallarregla, sem vér aldrei megum gleyma, að af þessum ókunnugleika, en ekki af illvilja, eru sprottnar allar hinar rr.örgu skökku hugmyndir um okkur, sem ásamt okkar eigin dáðleysi hafa ollað svo mörgu illu« (Gefn 1871, bls. 30). Hvorugum þeirra Gröndal eöa Gísla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.