Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 37
i97
myndi farast betur, ef þeir væru stórþjóð með smáþjóðir undir
sér. Honum flugu óðara í hug »hjálendur« Dana, Vestureyjarnar,
Grænland —, já, Grænland. Mikill hvellur og mikið raus hefir
orðið út af stjórn Dana á því. Landar hans gætu, því miður víst
ekki hælt sér af neinu í því efni. En hann sá undir eins vörn í
máli: Par var öðruvísi ástatt, er lítt siðuð þjóð átti í hlut. En
þá mintist hann íslands. »Hvernig ferst oss Dönum við það?«
Hann gat ekki svarað spurningunni samstundis, en varð að endur-
taka hana í huga sér. En þá mundi hann eftir því, að hann
hafði einhvern tíma heyrt Georg Brandes segja í ræðu, að
svívirðing væri að stjórn Dana á því. Þótt frumbýlisbragur kunni
að vera á mörgu með þeim og þótt mikið kunni að vera hæft í
óþrifnaðarsögunum, er af þeim fara — úr því gat hann ekki skor-
ið — verður því ekki neitað, að Islendingar eru menningarþjóð og
það meira að segja gömul og merkileg menningarþjóð — Njálu-
landið, sögueyjan, eins og Danir komast að orði, en þeir vilja
mikið við hafa. Meðan honum var órótt í skapi, rak hver spurn-
ingin aðra fyrir honum: »Hvernig ætli íslendingum sé annars við
Dani?« Hann er minnugur og athugull blaðlesandi, jafnvel á ís-
lenzk efni. Honum svífur í hug, að hann las einhvern tíma í
Ekstrablaðinu þýðing á svæsnu níðkvæði um Dani eftir einhvern
stjórnmálamann á Islandi, er hann mundi ekki, hvað hét — hann
hafði ekki kannast vitund við nafnið, er hann sá það í blaðinu.
Hann hafði líka lesið, hvort sem það var í grein eftir Brandes
eða annars staðar, að eitthvert íslenzkt skáld hefði kallað Dan-
mörku neflausa og augnalausa. Af þessu mætti ráða, að Islend-
ingum væri, að minsta kosti ekki öllum, mikið gefið um land hans
og þjóð. Hann veltir spurningunni íyrir sér: Nýi íslenzki ráð-
gjafinn hefði þverneitað, að nokkur fótur væri fyrir því, að minsta
óvild ríkti meðal Islendinga í garð Dana. En á því hefði ekki
verið tekið mikið mark, enda erfitt að vita, hvað hann hefði sagt
við blaðamennina. Hann rámaði og eitthvað í, að fyrverandi ráð-
gjafi, Hannes Hafstein — hann mundi glögglega bæði ráðherra-
nöfnin — hefði fullyrt, alt væri nú fallið í ljúfa löð milli íslend-
inga og Dana — enginn rígur né kali í garð landa hans í íslenzk-
um mannshjörtum. Og það vantaði ekki, að hátt og hátíðlega
hefði verið talað um bræðralag og kærleika af hálfu beggja þjóða,
Islendinga og Dana, fyrir 2—3 árum, er alþingi var hér og kon-
ungur og ríkisþingmenn fóru til Islands. Honum gekk ekki greitt