Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 41
201 hatur. Ég veit, það eru til menn, sem mótmæla því, að nokkurt Danahatur sé lengur til vor á meðal. En það er ómögulegt að mótmæla því með réttu. Éað er ekki útbrunnið og það getur blossað upp við alveg óhugsanleg tækifæri. Pað þarf ekki annað en minna á Raskshneykslið, sem svo var nefnt, meðal íslendinga í Kaupmannahöfn. Peir komu saman til að heiðra minningu dansks fræðimanns, sem hafði gert Islendingum ósegjanlega mikið gott, og þeir nota tækifærið til að fara nöprum óvirðingarorðum um Dani og danska fræðimenn. Og sumum blöðunum hér finst það vera vel til fundið. Ef þetta er ekki Danahatur, veit ég ekki, hvern- ig menn hugsa sér það — nema ef ætlast er til þess að við för- um að berja á Dönum líkamlega. Ég get ekki sagt, að ég hafi neina ofurást á Dönum. I’að er mín sannfæring, að til séu þjóðir, sem oss væri hollara að fá vor mestu útlendu áhrif frá. En í mínum augum er Danahatrið heimska. í mínum augum er það heimska að hata nokkra þjóð. Hver einasta þjóð hefir nokkuð, enda mikið til síns ágætis.« Pó að sumt sé ekki óskynsamlegt í þessum kafla, er það samt undarleg fyrirmunun, að sagnaskáldið Einar kafar ekki dýpra. En hann fer rétta leið að lindum fróðleiks vors á þessu efni, er hann vitnar til kvæða vorra. — þótt það sé ekki nema óbeinlínis. Ef vér viljum kynnast tilfinningum einhverrar þjóðar á einhverju, förum vér í bókmentir hennar. Hversu lítið sem mönnum kann að finnast til um samtíðarbókmentir vorar, eru og verða þær þó bezti fræðarinn um þann aflþáttinn, sem ríkastan hlut hefir átt og á í stjórn hennar — tilfinningum hennar. Enginn skilur sögu hennar, nema hann skilji þær. Og þó að íslenzkar ljóðabækur, sögur og leikrit séu ekki mikil snildarverk hjá því, sem mentaðar stórþjóðir eiga af líku tægi, má samt græða á þeim geysimikinn merkisfróðleik á, hvað í þjóðarhuganum býr, hvað það er, sem þjóðin einkum ann og hvað henni er illa við, á kostum hennar og skapsanumörkum. Hér eigum vér víðar lendur ónumdar og óyrtar. Éví hefir t. d. ekki verið veitt eftirtekt, svo að ég viti, að næstum því öll skáld þjóðarinnar á vorum tímum, lærð og ólærð, yngri og eldri, bæði góðskáld og rímandi skáldleysur, austan hafs og vestan, kveða kveinstafi sína um lastmælgi. Éað er ekki nægileg skýring á þessu, að kvæðin séu stæling hvert á öðru. Efnið er ekki í þeim hávegum haft, að þau færu að herma þetta hvert eftir öðru af þeim sökum, enda er blærinn á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.