Eimreiðin - 01.09.1909, Blaðsíða 53
213
er sendir vóru til íslands þjóðfundarárið. Hann minnist þar á rof
fundarins í einni stökunni. Hún sýnir, eins og vísa Gísla Eyjólfs-
sonar til Jóns Guðmundssonar, að þetta gerræði Dana hefir fengið
á alþýðu manna:
»Þá að hætti harðstjórnar ljúka störfum leyft ei var
hleypti upp þjóðfundinum; lands- og þjóðarvinum«.
Allur þessi kveðskapur er ljóst merki þess, að almenningur
hefir fundið til, hve mikið valt á þeim viðburðum, er gerðust
1851. Svo stórt var og einhverjum allra blásnauðasta öreiga
landsins í hug, að hann biður menn að slaka ekki né svigna, þótt
lífið sé í hættu, sem fyr var drepið á.
Éf leggja má trúnað á orð Brynjólfs, hefir íslenzka kven-
þjóðin samt ekki látið hermennina dönsku gjalda erindis þeirra
til landsins. Höfðu þó engir þeirra verið neinir fríðleiksmenn, að
sögn hans, og vóru auk þess drykkfeldir uppivöðsluseggir og
heldur kvensamir.
I einu ljóðabréfi Brynjólfs kemur í ljós tilfinning á, hve land-
ið sé ósjálfbjarga. Alt verður að sækja til Dana. Ef kornekla
er í höfuðstaðnum, er undir eins hlaupið í þá:
»Landsins herrar, heldur en verra í komist,
hétu á Dani að leggja lið
og líkn að vana fornum sið.«
Hann yrkir og um, hvílíkur munur hafi verið á alþingi hinu forna
og alþingi nú (o: á hans tíð). Pað varð ekki að eiga úrslitin
undir Dönum: »Úrskurð Dani ei um beiddi áður málslok greiddi«.
Haustið 1859 orti Matthías skólapiltur Jochúmsson kvæði fyrir
minni lslands — hann hefir snemma verið ólatur á það. Hann
fetar þar fótspor eldri skálda og ljóðar lof um fornaldarfrægðina
á frelsismorgni hennar og kveður harmatölur um kúgun hennar
og böl á seinni öldum (»kúguð og hrakin og svift öllum sóma,
sólbjarta, kynstóra feðranna jörð«. Ljóðm. I, 26). I Eorrablóts-
vísum sínum 1863, segir hann, að enn þurfi að verja frelsi lands-
ins og fjör, »þótt bannað sé að bera hjör og banaspjót« (Ljóðm.
I, 40). Ef hér er ekki átt við Dani eða Danastjórn, er það hugs-
unarlaust rímfleipur. Um sömu mundir geisar Slésvíkurstríðið.
Pótt honum skiljist, að þjóöin eigi í höggi við Dani eða stjórn
þeirra um sjálfstæði landsins, erfir hann það ekki við þá meira